Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Verður fyrningaqrleiðin svikin

sunnudagur, 10. janúar 2010

Þegar þetta er ritað er allt útlit fyrir,að fyrningarleiðin  í sjávarútvegi verði svikin.Þetta var stærsta kosningamál Samfylkingarinnar í síðustu þingkosningum.Það má fullyrða,að loforð Samfylkingarinnar um að fyrna  aflaheimildir á 20 árum hafi fært henni það fylgi,sem dugði til þess að hún kæmist til valda.Ég fullyrði,að ef  Samfylkingin hefði ekki lofað fyrniungarleiðinni í sjávarútveginum væri hún ekki við völd  í dag.
 
 Tvær leiðir lagðar fram
 
.Nefndin,sem skipuð var til þess að fjalla um útfærslu fyrningarleiðarinnar leggur til tvær leiðir: Samningaleið og leigutilboðsleið.Samningaleið byggir á því að kerfið verði að mestu óbreytt,útgerðin haldi veiðiheimildum sínum,fái 80-95% aflaheimilda en 5-20% fari í sérstakan pott.Úr þessum potti verði úthlutað  eftir byggðasjónarmiðum og jafnvel eitthvað sett á uppboðsmarkað.Reiknað er með að útgerðin greiði eitthvað gjald fyrir veiðiheimildirnar.Talað er um að útgerðin fái jafnvel  veiðiheimildir til langs tíma. Ef það verður stendur útgerðin og kvótakóngarnir betur að vígi  en samkvæmt eldra kerfi.Það er þá verr af stað farið en heima setið.Hin leiðin sem nefndin hefur fjallað um og lögð er einnig fram er leigutilboðsleið.Það er útfærsla á fyrningarleið.Gert er þar ráð fyrir,að  útgerðin bjóði í aflaheimildarnar og greiði fyrir eitt ár í senn. Áætlað er,að  þessi leið gæfi 15 milljarða í tekjur fyrir ríkið á ári en samningaleiðin aðeins 1 milljarð.
 
Alger svik á kosningaloforði
 
Ég tel niðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar algjör svik á kosningaloforði Samfylkingarinnar og svik á ákvæði stjórnarsáttmálans um að fara fyrningarleiðina á 20 árum.Það er auðvitað fræðilegur möguleiki á því að ríkisstjórnin fari ekki eftir tillögum  " sáttanefndar". En með því að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er og hefur alltaf verið andvígur fyrningarleiðinni eru litlar líkur á að ríkisstjórnin ýti áliti nefndarinnar út af borðinu.Frá fyrsta degi hefur Jón Bjarnason dregið lappirnjar í þessu máli.Hann hefur verið á móti fyrningarleiðinni og það var ljóst,að ætlun hans var sú,að nefndin mundi leggja fram einhverja moðsuðu eða  tillögur,sem fælu ekki í sér fulla framkvæmd á fyrningarleiðinni.Það hefur gerst. Að mínu mati var það út  í hött að skipa nefnd með fulltrúum frá LÍÚ til þess að fjalla um fyrningarleiðina.Vitað var að samtök útgerðarinnar voru á móti fyrningarleiðinni. Á meðan þau töldu,að halda ætti við ákvæði stjórnarsáttmálans neituðu fulltrúar þeirra að mæta í nefndinni. Þá fóru fyrirsvarsmenn nefndarinnar að hörfa í málinu og það dugði til þess að LÍÚ fór að mæta aftur. Útgerðarmenn höguðu sér í þessu máli eins og óþekkur krakki.
 
Guðbjartur Hannesson og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinn hafa munað vel eftir útgerðarmönnum við nefndarstarfið og hafa reynt að þóknast þeim. En þeir gleymdu einum aðila. Þeir gleymdu kjósendum. KJósendum var lofað fyrningarleið á 20 árum. Það er nú verið að svíkja það. Hvar eru nú nýju vinnubrögðin,sem átti að taka upp eftir hrun. Átti ekki að hætta að svíkja kosningaloforðin? Átti ekki að virða vilja kjósenda og standa við gefin loforð. Jú því var heitið. Ef ríkisstjórnin svíkur fyrningarleiðina getur hún farið strax frá. Hún hefur þá fyrirgert rétti sínum til þess að sitja.
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Fréttablaðinu 1.oktober 2010
 
æ
 


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn