Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Hverjir eiga stærsta þáttinn í viðskiptafrelsinu?

sunnudagur, 25. janúar 2004

 

 

Heita má,að algert frelsi ríki nú í viðskiptum hér á landi,bæði innan lands  og í milliríkjaviðskiptum. Fjármagnsflutningar hafa einnig verið gefnir frjálsir.Margir vilja eigna sér þetta frelsi. En hvaða stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn eiga stærsta þáttinn  í því að þetta frelsi komst á? Þeirri spurningu verður svarað í þessari grein.

 

GYLFI Þ.HÓF STARFIÐ

 

Í viðreisnarstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins 1959-1971 var Gylfi Þ.Gíslason viðskiptaráðherra og beitti sér fyrir frjálsræði í innflutningsversluninni.Hann hóf afnám innflutningshafta og hafði um það náið  samráð við samtök innflytjenda og iðnrekenda.Gylfi gaf frjálsan innflutning á öllum mikilvægustu vörutegundum að landbúnaðarvörum undanskyldum.

 

 AÐILD AÐ EFTA

 

Gylfi Þ. Gíslason beitti sér einnig fyrir  aðild Íslands að EFTA,Fríverslunarsamtökum Evrópu 1970.Olli  það mál miklum deilum á alþingi. Alþýðubandalagið og Framsókn voru á móti aðildinni  en Gylfa tókst að koma málinu í gegnum þingið,m.a. með því að fá 10 ára aðlögunartíma  fyrir niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum og með því að fá stofnaðan iðnþróunarsjóð til stuðning íslenskum iðnaði.Aðild Íslands að EFTA var mjög stórt skref  í viðskiptasögu Íslands og alger forsenda fyrir aðild Íslands að EES síðar. Ef Ísland hefði ekki gengið í EFTA hefði ekkert orðið úr aðild Íslands að EES og þeirri frelsisvæðingu,sem það hafði í för með sér. 

 

JÓN BALDVIN KOM OKKUR Í EES

 

Það kom síðan í hlut Jóns Baldvins Hannibalssonar,formanns Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra  að koma  Íslandi í EES. Sjálfstæðisflokkurinn  var í fyrstu á móti því að Ísland gerðist aðili að EES og vildi fremur að Ísland gerði tvíhliða samning við Evrópusambandið. Framsóknarflokkurinn greiddi nær allur atkvæði á móti aðild að EES. Enginn þingmaður Framsóknar greiddi atkvæði með aðild. Þrátt fyrir mikla andstöðu í þinginu barðist Jón Baldvin hatrammlega fyrir aðild Ísland að EES og hafði sigur í málinu. Með aðild að EES samþykkti Ísland frelsin fjögur,frjálsræði á sviði vöruviðskipta,fjármagnsflutninga,vinnuaflsflutninga og þjónustuflutninga og fullt frelsi  fyrir fyrirtæki til þess að starfa hvar sem er á svæði EES. Það er vegna EES samningsins,sem frelsi ríkir á sviði viðskipta og atvinnulífs á Íslandi í dag. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði mátt ráða væri Ísland ekki aðili að þessum samningi í dag.

 

JÓN SIGURÐSSON HÓF AFNÁM ÚTFLUTNINGSHAFTA

 

Það kom í hlut Jóns Sigurðssonar,viðskiptaráðherra Alþýðuflokksins,  að hefja  afnám útflutningshafta. Sjálfstæðisflokkurinn hafði staðið dyggan vörð um útflutningshöft um langt skeið og Ólafur Thors hafði  komið á einokun SÍF við útflutning á saltfiski. Það mátti enginn hreyfa við þessu einokunarkerfi. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu ,að algert öngþveiti mundi skapast ef  úflutningur yrði gefinn frjáls. Jón Sigurðsson  hóf sem viðskiptaráðherra að losa um útflutning á freðfiski. Jón Baldvin lauk síðan sem utanríkisráðherra því verki, gaf útflutning á saltfiski frjálsan og allan útflutning á íslenskum sjávarafurðum,sem ekki var þegar áður orðinn frjáls. Þessar breytingar urðu til  mikilla bóta. –Það kom í hlut Jóns Sigurðssonar að gefa fjármagnsflutninga frjálsa í samræmi við EES-samninginn.

 

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN DRÓ LAPPIRNAR

 

 

Af framangreindu er ljóst,að  Alþýðuflokkurinn  átti stærsta þáttinn í því að innleiða það viðskiptafrelsi,sem nú ríkir hér á landi . Forustumenn Alþýðuflokksins,þeir Gylfi Þ..Gíslason,Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson,komu þessu viðskiptafrelsi á. Það er þess vegna   hlálegt þegar Sjálfstæðismenn eru að eigna  sér þetta viðskiptafrelsi. Sjálfstæðisflokkurinn  hefur alltaf dregið lappirnar,þegar  auka hefur átt viðskiptafrelsi. Sjálfstæðisflokkurinn var í fyrstu á móti aðild að EES og hann var á móti  afnámi útflutningshafta.

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

 

Birt í Morgunblaðinu 26.janúar  3004



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn