Forsætisráðherra sagði í kastljósi Sjónvarpsins 6.desember sl.,að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hefði ekki verið formlega samþykktur í ríkisstjórn.Áður hafði verið upplýst,að engin ákvörðun hafði verið tekin um málið á alþingi og málið var heldur ekki afgreitt í utanríkismálanefnd.
Eftir þessar nýjustu upplýsingar forsætisráðherra er ljóst,að sú ráðstöfun forsætis-og utanríkisráðherra að setja Ísland á lista hinna staðföstu ríkja var heimildarlaus með öllu og kolólögleg athöfn.
Í umræddum kastljósþætti sagði forsætisráherra,að innrásin í Írak hefði verið gerð til þess að koma Saddam Hussein frá völdum.Það er rangt. Innrásin var gerð til þess að uppræta gereyðingarvopn en Bandaríkin sögðu slík vopn vera í Írak.En einnig sögðu Bandaríkjamenn,að Íraksstjórn væri í sambandi við Al Kaida,hryðjuverkasamtökin.Hvort tveggja reyndist rangt. Það fundust engin gereyðingarvopn í Írak og Írak reyndist ekki í neinum tengslum við Al Kaida. Innrásin var því gerð á fölskum forsendum. Og þegar það kom í ljós,að engin gereyðingarvopn voru í Írak þá byrjuðu Bandaríkjamenn og aftaniossar þeirra hér að finna nýjar ástæður fyrir innrásinni og þótti þá nærtækast að segja,að koma hafi þurft Saddam Hussein frá!
Það voru aðeins tveir menn sem tóku ákvörðun um stuðning Íslands við árásina á Írak,þ.e. forsætis-og utanríkisráðherra.Þeir tóku þessa ákvörðun í heimildarleysi. Þeir bera því einir ábyrgð á þessu máli. Ábyrgð þeirra er mikill.Þeir bera ábyrgð á drápi 100 þús manns í Írak, þar á meðal fjölda barna og kvenna.
Björgvin Guðmundsson |