Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Alþingi ræði innrásina í Írak. Var ákvörðun ríkistjórnarinnar ólögleg?

þriðjudagur, 27. janúar 2004

 

 

Björgvin Guðmundsson var gestur  Sigurðar G. Tómassonar á Útvarpi Sögu 27.janúar 2004.Var rætt um ýmis mál,pistla Björgvins í Morgunblaðinu og á heimasíðu hans,vinstri meirihlutann 1978-1982,innanlandspólitík og utanríkismál,blaðamennsku o.fl.

 

  VINSTRI MEIRIHLUTANUM TÓKST VEL

 

Björgvin sagði,að samstarf Alþýðuflokks,Framsóknarflokks og Alþýðubandalags   um stjórn Reykjavíkurborgar  1978-1982 hefði gengið vel.Samkomulag hefði verið um öll mál nema eitt,þ.e. sameiningu Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar. En það mál hefði raunar ekki verið mál,er varðaði stjórn borgarinnar. Fullt samkomulag hefði verið í öllum málum varðandi fjárhagsáætlanir og stjórnun borgarinnar. Hins vegar hefði Sjálfstæðisflokkurinn gert mikið úr þessu eina ágreiningsmáli.

 

 EKKI ÞÖRF Á LÖGUM UM HRINGA

 

Rætt var um það hvort þörf væri á lögum um hringamyndun og um eignarhald á fjölmiðlum. Björgvin taldi,að núgildandi  samkeppnislög dygðu í því efni. Í þeim væru nægilegar heimildir fyrir samkeppnisyfirvöld til þess að grípa inn í ef um skaðlegar samkeppnishömlur væri að ræða eða ef markaðsráðandi fyrirtæki misnotuðu aðstöðu sína á markaðnum. Samkeppnislögin dygðu einnig fyrir fjölmiðla.

 

VIÐSKIPTAFRELSIÐ VEGNA EES

 

Björgvin sagði,að viðskiptafrelsið í landinu væri tilkomið vegna aðildar okkar að EES. Sjálfstæðisflokkurinn hefði í fyrstu verið á móti aðild okkar að EES. Við værum því ekki í EES ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði mátt ráða. Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldsins hefði  beitt sér fyrir aðild okkar að EES. Framsókn hefði verið á móti eða setið hjá.

 

 ALÞINGI RÆÐI ÁRÁSINA Á ÍRAK

 

Utanríkismál voru rædd vítt og breitt,þar á meðal forsetakosningarnar í Bandaríkjunum  og innrásin  í Írak. Björgvin gagnrýndi innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak og taldi,að hún hefði verið gerð að tilefnislausu.Engin gereyðingarvopn væru í Írak. Gagnrýndi hann,að Ísland skyldi styðja innrásina.Sagði Björgvin,að leggja hefði átt málið fyrir utanríkismálanefnd og alþingi.Það hefði ekki verið gert og því hefði ákvörðun íslensku stjórnarinnar verið ólögleg. 


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn