Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ríkið tekur til sín 66-85% af lífeyri aldraðra!

fimmtudagur, 4. maí 2006

Ríkið tekur til sín 66-85% af lífeyri aldraðra frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum í formi skatta og skerðinga á lífeyri Tryggingastofnunar. Þetta kom fram hjá Stefáni Ólafssyni, prófessor, og Einari Árnasyni,hagfræðingi á ráðstefnu  Landssambands eldri borgara, Öryrkjabandalags Íslands,ASÍ,,BRSB,SGS og Samiðnar um skattamál og velferðarkefið  3.mai 2006.Stefán Ólafsson sagði,að samkvæmt þessum tölur væri ríkið stærsti lífeyrisþeginn!

Stefán Ólafsson sagði m.a.:Hagsmunir lífeyrisþega hafa verið sniðgengnir á síðustu árum að mörgu leyti gróflega og bera stjórnvöld stærstu ábyrgð á þeirri þróun.

 

Ríkisstjórnin gleymdi ellilífeyrisþegum!

 

Fram kom á ráðstefnunni,að á  sl. 10 árum hefði kaumáttur  launa lágtekjufólks aukist um aðeins 27% á sama  tíma og kaupmáttaraukning meðaltekjuhópa hefði verið 43,5% og hjá þeim tekjuhæstu 78%.Jafnframt hlutu þeir,sem fengu minnsta kaupmáttaraukningu mestu skattahækkunina.Stefán Ólafsson sagði,að ef ójöfnuður héldi áfram að þróast á þessa leið yrði Ísland komið í hóp mestu ójafnaðarríkja í OECD löndunum og tekjuskiptingin farin  að svipa æ meira til þess,sem þekkist í Bandaríkjunum en þar er ójöfnuður hvað mestur. Stefán Ólafsson sagði ennfremur:Skerðingar og skattar eyðileggja megnið af þeim ávinningi,sem lífeyrisþegar ættu  að vera að  fá úr lífeyrissjóðum.Við héldum,að lífeyrissjóðirnir væru fyrir fólkið og til að bæta hag þess en í stað þess fer þetta aðallega í það að losa ríkið undan útgjöldum vegna almannatrygginga.Ávinningurinn,sem kemur úr lífeyrissjóðunum er sorglega lítill.

 

1% ellilífeyrisþega á Íslandi fær fullar bætur ( 100% í Svíþjóð)

 

  Einar Árnason hagfræðingur LEB sagði,að  lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum væri í dag 20 þúsund krónum hærri á mánuði en hann er,ef lífeyririnn hefði fylgt lágmarkslaunum frá 1995.Einar sagði,að í Svíþjóð héldu ellilífeyrisþegar öllum sínum bótum óskertum þrátt fyrir aðrar tekjur. Og í Danmörku mættu þeir hafa 50 þúsund króna atvinnutekjur án þess að sæta skerðingu. Skerðing verður þar aldrei meiri en 30%. Engin skerðing verður þar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. 70% ellilífeyrisþega í Danmörku eru með  fullar og  óskertar  bætur. Í Svíþjóð er hlutfallið 100%.Engin skerðing sem fyrr segir. En á Íslandi  fær aðeins 1% ellilífeyrisþega fullar og óskertar bætur.Þannig fer ein ríkasta þjóð heims með  eldri borgarana í sínu landi.

 

 Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn