Ríkið tekur til sín 66-85% af lífeyri aldraðra frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum í formi skatta og skerðinga á lífeyri Tryggingastofnunar. Þetta kom fram hjá Stefáni Ólafssyni, prófessor, og Einari Árnasyni,hagfræðingi á ráðstefnu Landssambands eldri borgara, Öryrkjabandalags Íslands,ASÍ,,BRSB,SGS og Samiðnar um skattamál og velferðarkefið 3.mai 2006.Stefán Ólafsson sagði,að samkvæmt þessum tölur væri ríkið stærsti lífeyrisþeginn!
Stefán Ólafsson sagði m.a.:Hagsmunir lífeyrisþega hafa verið sniðgengnir á síðustu árum að mörgu leyti gróflega og bera stjórnvöld stærstu ábyrgð á þeirri þróun.
Ríkisstjórnin gleymdi ellilífeyrisþegum!
Fram kom á ráðstefnunni,að á sl. 10 árum hefði kaumáttur launa lágtekjufólks aukist um aðeins 27% á sama tíma og kaupmáttaraukning meðaltekjuhópa hefði verið 43,5% og hjá þeim tekjuhæstu 78%.Jafnframt hlutu þeir,sem fengu minnsta kaupmáttaraukningu mestu skattahækkunina.Stefán Ólafsson sagði,að ef ójöfnuður héldi áfram að þróast á þessa leið yrði Ísland komið í hóp mestu ójafnaðarríkja í OECD löndunum og tekjuskiptingin farin að svipa æ meira til þess,sem þekkist í Bandaríkjunum en þar er ójöfnuður hvað mestur. Stefán Ólafsson sagði ennfremur:Skerðingar og skattar eyðileggja megnið af þeim ávinningi,sem lífeyrisþegar ættu að vera að fá úr lífeyrissjóðum.Við héldum,að lífeyrissjóðirnir væru fyrir fólkið og til að bæta hag þess en í stað þess fer þetta aðallega í það að losa ríkið undan útgjöldum vegna almannatrygginga.Ávinningurinn,sem kemur úr lífeyrissjóðunum er sorglega lítill.
1% ellilífeyrisþega á Íslandi fær fullar bætur ( 100% í Svíþjóð)
Einar Árnason hagfræðingur LEB sagði,að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum væri í dag 20 þúsund krónum hærri á mánuði en hann er,ef lífeyririnn hefði fylgt lágmarkslaunum frá 1995.Einar sagði,að í Svíþjóð héldu ellilífeyrisþegar öllum sínum bótum óskertum þrátt fyrir aðrar tekjur. Og í Danmörku mættu þeir hafa 50 þúsund króna atvinnutekjur án þess að sæta skerðingu. Skerðing verður þar aldrei meiri en 30%. Engin skerðing verður þar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. 70% ellilífeyrisþega í Danmörku eru með fullar og óskertar bætur. Í Svíþjóð er hlutfallið 100%.Engin skerðing sem fyrr segir. En á Íslandi fær aðeins 1% ellilífeyrisþega fullar og óskertar bætur.Þannig fer ein ríkasta þjóð heims með eldri borgarana í sínu landi.
Björgvin Guðmundsson |