Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Morgunblaðið ræðst á Steingrím J!

sunnudagur, 3. september 2006

 

 

Morgunblaðið hefur undanfarið rekið mjög harðan áróður fyrir því ,að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn tækju upp samstarf. Fyrst rak blaðið áróður fyrir því,að Vinstri grænir og íhaldið mynduðu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur en síðan hóf blaðið áróður fyrir samstarfi þessara flokka um landsstjórnina. Morgunblaðið sér fram á það, að Framsókn dugi ekki lengur sem hækja fyrir íhaldið í ríkisstjórn og því þurfi að koma upp nýjum samstarfsaðila. Það varð því algert reiðarslag fyrir Morgunblaðið, þegar Steingrímur J.Sigfússson formaður VG  varpaði fram þeirri tillögu í síðustu viku, að stjórnarandstaðan ætti að mynda ríkisstjórn og koma íhaldinu frá völdum.Þá varð ljóst, að áróður Morgunblaðsins hafði engan árangur borið.Morgunblaðið brást þannig við, að það réðist af alefli á Steingrím J. í Reykjavíkurbréfi í gær. Allt Reykjavíkurbréfið er helgað hörðum árásum á Steingrím J. og virðist blaðið gersamlega hafa misst stjórn á sér.Blaðið grípur m.a. til þess ráðs að halda því fram,að Steingrímur J. sé mikið til einn um þessa skoðun innan VG að vilja mynda það sem Mbl. kallar vinstri stjórn. Síðan kemur gamli söngur Mbl. um hvað vinstri stjórnin séu slæmar og að það væri algert óráð að mynda slíka stjórn.

 

Íhaldið verður að vera með!

 

Hvað er Morgunblaðið að segja í þessu Reykjavíkurbréfi. Jú blaðið er að segja,að Vinstri  grænir og það gildir auðvitað um Samfylkinguna líka verði alltaf að  mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Vinstri stjórnir gangi ekki. Sjálfstæðisflokkurinn verði alltaf að vera innan borðs. Morgunblaðið gengur svo langt í áróðri sínum, að blaðið segir,að ef Steingrímur J. berjist fyrir stjórn stjórnarandstöðunnar  geti hann glutrað niður öllu fylgi VF og með baráttu fyrir slíkri stjórn sé hann í raun að berjast gegn vinstri flokkunum! Það er ekki heil brú í þessum málflutningi Mbl. En skrifin eru skiljanleg vegna þess, að Mbl. óttast það að íhaldið verði sett  út í kuldann , ef Samfylking,VG og frjálslyndir myndi ríkisstjórn. Mbl. þykist ekki skilja  það,að fylgisaukning VG stafar m.a. af harðri baráttu flokksins gegn Sjálfstæðisflokknum og ríkisstjórn hans.Það væru hrein svik við kjósendur, ef  flokkarnir,sem barist hafa hatrammlega gegn Sjálfstæðisflokknum héldu þeim flokki áfram við völd eftir að stjórnin væri fallin.

 

Söngurinn um “vinstri stjórnir

 

Sjálfstæðisflokkurinn og Mbl. ráku lengi þann áróður, að “vinstri menn “ gætu ekki komið sér saman um stjórn Reykjavíkurborgar og að þeir gætu ekki stjórnað fjármálum borgarinnar.Þetta var kallað glundroðakenningin.R-listinn afsannaði þessa kenningu rækilega. R-listinn sýndi, að  vinstri flokkarnir gátu starfað vel saman og þeir stjórnuðu fjármálum borgarinnar betur en íhaldið. Nú notar Mbl. svipað kenningu í landsmálunum. Nú segir blaðið að “vinstri flokkar” geti ekki stjórnað landinu.Það verði alltaf verðbólga undir þeirra stjórn. Þetta er rugl. Í fyrsta lagi er ekki verið að tala um neina vinstri stjórn. Ef stjórnarandstaðan myndar ríkisstjórn er það engin vinstri stjórn, þar eð Frjálslyndi flokkurinn er enginn vinstri flokkur. Í öðru lagi  gleymir Mbl. Því,að verðbólgan er komin á skrið nú undir stjórn íhaldsins. Í þriðja lagi hefur Sjálfstæðismönnum tekist bærilega að  magna upp verðbólguna. Mesta verðbólgan var  þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen var við völd. En það var verkalýðshreyfingin sem tók í tauman og stöðvaði verðbólguna með þjóðarsáttinni. Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekkert með það að gera.

 Að sjálfsögðu geta Samfylking,VG og Frjálslyndir stjórnað efnahagsmálum hér eins vel og jafnvel betur en núverandi ríkisstjórn. Og það sem þessir flokkar mundu gera  fyrst og fremst er að leiðrétta misskiptinguna,ójöfnuðinn ,sem núverandi stjórnarflokkar hafa leitt yfir þjóðina.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu  7.sept. 2007



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn