Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ójöfnuður hefur aukist meira hér en í Bandaríkjunum

miðvikudagur, 11. apríl 2007

 

 

Umræðan um tekjuskiptinguna á Íslandi og aukinn ójöfnuð heldur áfram. Prófessorar við háskólann deila enn um hvað rétt í því efni. Þeir Þorvaldur Gylfason og Stefán Ólafsson hafa birt greinargóðar ritgerðir um aukinn ójöfnuð á Íslandi  síðustu 12 árin en Hannes Hólmsteinn Gissuarson heldur því fram,að ójöfnuður hafi ekki aukist hér á landi.

 

Ójöfnuður hefur aukist hér um 40-71%

 

 Í ítarlegri grein, sem Stefán Ólafsson prófessor birtir í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla haustið 2006 um aukningu ójafnaðar hér á landi færir hann óyggjandi rök fyrir því, ójöfnuður hafi aukist mun meira hér á landi en í grannlöndum okkar og raunar meira en í Bandaríkjunum, aðalríki auðvaldsskipulagsins. Ójöfnuður hjá fjölskyldum hefur aukist um 40,7% á Íslandi á tímabilinu 1993-2005, þ.e. fyrir skatta. En eftir skatta hefur ójöfnuður á þessu tímabili aukist um 71,4%. er mikið rætt um það hvort réttara miða þessar tölur við tekjur með fjármagsntekjum eða án þeirra. Án fjármagnstekna, eftir skatta, hefur ójöfnuður á umræddu tímabili aukist um 35,8% hér  á  landi. En með fjármagsntekjum, eftir skatta,  hefur ójöfnuður aukist um yfir 70%. Það er því sama hvort miðað er við tekjur með eða án fjármagnstekna: Ójöfnuður hefur aukist mikið.35,8% aukning ójafnaðar er  mjög mikið.

 

Þjóðfélag misskiptingar og ójafnaðar

 

 

 

Á tímabilinu 1979-2001 jókst ójöfnuður um 19,2% í Bandaríkjunum en á tímabilinu 1993-2005 jókst ójöfnuður hér á landi um  40%. Þessar staðreyndir staðfesta það, sem haldið hefur verið fram, Ísland stefnir hraðbyri ástandinu eins og það er í Bandaríkjunum og fjarlægist velferðarkerfið á Norðurlöndum. Íslensk stjórnvöld hafa með aðgerðum í skattamálum og velferðarmálum skapað hér þjóðfélag misskiptingar og ójafnaðar og það er kominn tími til   snúa við af þeirri braut.

 

Hæsta verðlagið og mesta vaxtaokrið

 

Þrátt fyrir nokkra lækkun á matvælaverði er Ísland enn með hæsta matvælaverð í Evrópu.Þar veldur mestu hið háa verð á landbúnaðarvörum. Til  þess verði búvara niður þarf fella alveg niður tolla á landbúnaðarvörum.Þá er orðið mjög brýnt lækka vextina og minnka vaxtamuninn. Vextir  hér eru eins og verðlag á matvörum þeir hæstu í Evrópu. Og bankarnir eru svo ósvífnir þeir láta Íslendinga greiða mikið hærri vexti og hærri þjónustugjöld en viðskiptavini sína í bönkum og útibúum sem þeir eiga á hinum Norðurlöndunum. Það væri eðlilegt Íslendingar nytu sömu bankakjara og fólk nýtur á hinum Norðurlöndunum

 

Björgvin Guðmundsson

Birt í Morgunblaðinu 11.apríl 2007



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn