Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Hvers vegna var Arnþóri sagt upp?

mánudagur, 16. janúar 2006

 

 

Ein af ástæðunum fyrir fjölgun ororkulífeyrisþega hér á landi er sú,að atvinnulífið hér á landi er orðið mjög ómanneskjulegt og harðneskjulegt Það er ekki rúm hjá fyrirtækjunum lengur fyrir þá,sem búa við hina minnstu fötlun.Þessi nýja  starfsmannastefna atvinnulífsins hefur verið gagnrýnd harðlega.m.a. af talsmönnum öryrkja.Það skýtur .því skökku við,þegar Öryrkjabandalagið sjálft tekur upp þessa ómanneskjulegu og harðneskjulegu stefnu í starfsmannamálum. En svo virðist hafa verið við brottrekstur Arnþórs Helgasonar úr starfi framkvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins.Honum er vikið fyrirvaralaust úr  starfi án þess,að nokkur ástæða sé tilgreind sem brottrekstrarsök.Eina ástæðan,sem var tilgreind var,að gera þyrfti skipulagsbreytingar en slíkar ástæður eru oftast algert yfirskyn.Engar skipulagsbreytingar hafa enn verið kynntar.Þeir,sem til þekkja,segja,að Arnþór hafi unnið mjög gott starf sem framkvæmdastjóri Öryrkjabaandalagsins.

 

Forkastanleg framkoma

 

  Aðferðin,sem notuð var  við brottvikninguArnþórs úr starfi,var einnig forkastanleg.Arnþóri var fyrirvaralaust tilkynnt,að honum væri vikið  úr starfi og hann fékk ekki einu sinni að taka sín persónulegu gögn úr tölvu og þaðan af síður að senda í tölvunni tilkynningu til samstarfsaðila sinna um að hann væri að hætta störfum.Þetta  er óásættanleg framkoma við starfsmann,sem verið hefur framkvæmdastjóri  Öryrkjabandalagsins í 5 ár og formaður bandalagsins áður.Öryrkjabandalagið skuldar þjóðinni skýringar á þessari furðulegu framkomu sinni við Arnþór Helgason.Öryrkjabandalagið er hálfopinber stofnun. Forráðamenn þess geta ekki leyft sér að haga sér eins og harðsvíraðir atvinnurkendur í einkafyrirtæki,sem hafa gróðasjónarmið ein að leiðarljósi.

 

 Á að sýna starfsfólkinu virðingu

 

 Sú krafa er gerð til Öryrkjabandalagsins að það sýni starfsfólki sínu virðingu og tillitssemi.Ef talin er ástæða til þess að segja einhverjum upp starfi á að tilgreina ástæður og veita eðlilegan uppsagnarfrest eins og aðrir launþegar njóta á vinnumarkaðnum. Það er lögverndaður réttur launþega. Öryrkjabandalagið á ekki að taka upp  vinnubrögð stórfyrirtækja sem ” reka”framkvæmdastjóra sína fyrirvaralaust og gera við þá starfslokasamninga.Slík vinnubrögð eru ekki til eftirbreytni.

 

 Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn