Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Er EFTA að líða undir lok?

miðvikudagur, 3. desember 2003

    

Hvað gerist þegar Noregur gerist aðili að Evrópusambandinu? Líður EFTA þá
undir lok?  Þetta eru spurningar, sem margir velta   fyrir  sér. Það er
aukinn áhugi í Noregi fyrir aðild að ESB. Í síðustu skoðanakönnun þar í
landi um málið reyndist talsverður meirihluti Norðmanna fylgjandi því, að
Noregur gerðist aðili að Evrópusambandinu.


  Fræðilega séð getur EFTA  starfað áfram enda þótt Noregur yfirgefi
samtökin og  aðeins Ísland og Sviss og dvergríkið Liechtenstein verði þar
eftir.En í reynd yrði það mjög erfitt.Hætt er við því, að EFTA muni aðeins
starfa í skamman tíma eftir að Noregur yfirgefur samtökin og gengur í ESB.
EFTA stoðin í EES mundi einnig veikjast mjög mikið við brotthvarf Noregs,þar
eð Sviss er ekki  aðili að EES. Það yrðu þá aðeins Ísland og Liechtenstein
sem yrðu eftir sem EES/EFTA  ríki. Hætt er við því að ESB mundi ekki sinna
þeim eins mikið og núverandi EES/EFTA ríkjum og  hefur ESB þó ekki alltaf að
undanförnu rækt skyldur sínar  gagnvart þeim nægilega vel.

EFTA -RÍKIN  HALDA FULLU SJÁLFRÆÐI

 Fríverslunarsamtök Evrópu,EFTA,voru stofnuð 1960 í Stokkhólmi. Það voru 7
ríki, sem stofnuðu EFTA: Austurríki,Danmörk,Noregur,Portugal,Svíþjóð,Sviss
og Bretland. Þessi ríki höfðu ekki treyst sér til þess að ganga í
Efnahagsbandalagið( Evrópusambandið),sem stofnað hafði verið 1958. EFTA er
eins og nafnið bendir til fríverslunarbandalag en ESB er tollabandalag.
Munurinn er sá,að fríverslunarbandalag fellir niður innbyrðis tolla  en
breytir ekki ytri tollum. Tollabandalag fellir ekki aðeins niður innri tolla
heldur samræmir einnig ytri tolla,girðir sig tollmúr. EFTA ríkin halda
fullu sjálfræði í öllum málum gagnstætt því sem á sér stað hjá ESB.
 Danmörk og Bretland  yfirgáfu EFTA fljótlega og gengu í ESB. Portugal
fylgdi  í kjölfarið eftir nokkur ár.Svíþjóð,Finnland og Austurriki yfirgáfu
EFTA síðast. Ísland gerðist aðili að EFTA 1970 og fékk 10 ára
aðlögunartímabil. Finnland hafði áður gengið í EFTA.

FISKUR ER FRÍVERSLUNARVARA HJÁ EFTA

EFTA tekur til   fríverslunar með  iðnaðarvörur,fisk og unnar
landbúnaðarvörur.Fiskur er hins vegar ekki fríverslunarvara hjá ESB. Þess
vegna nýtur fiskur betri kjara, í þeim ríkjum Mið-og Austur-Evrópu  sem EFTA
hefur gert fríverslunarsamninga  við  en verður í löndum þessum þegar þau
ganga í ESB. Við aðild að EFTA varð Ísland að skuldbinda sig til þess að
fella niður tolla og innflutningshöft á iðnaðarvörum og fiski á 10 ára
aðlögunartíma. Þetta var   mikið átak fyrir Ísland  og var  aðeins kleift
vegna þess að viðreisnarstjórnin hafði byrjað að afnema innflutningshöft og
auka viðskiptafrelsi áður en Ísland gekk í EFTA. Íslenskur iðnaður naut þó
mikillar verndar og var óttast um hag hans við inngönguna. Til þess að
aðstoða Ísland í því efni stofnuðu Norðurlöndin iðnþróunarsjóð,sem skyldi
aðstoða íslenskan iðnað við að mæta aukinni samkeppni við afnám tolla og
hafta og frjálsan innflutning. Aðild Íslands að EFTA gerði Íslandi kleift að
ganga í EES. Ísland hefur staðist viðskiptafrelsið vel.
 EFTA er fyrst og fremst  viðskiptabandalag og fríverslunarsvæði en ekki
efnahagsbandalag eins og ESB. Þó hefur starfssvið EFTA verið að aukast. Það
berst nú einnig fyrir frjálsræði á sviði fjárfestingar og þjónustu. Í
fríverslunarsamningum,sem EFTA gerir,eru einnig ákvæði um  að stefna beri að
auknum viðskiptum með landbúnaðarafurðir en formlega séð eru
landbúnaðarvörur ekki meðal þeirra vara,er heyra undir fríverslun hjá EFTA.
Ríki EFTA hafa gert  fjöldann allan af fríverslunarsamningum við ríki Mið-og
Austur-Evrópu svo og við nokkur Miðjarðarhafsríki. Þá hafa verið gerðir
fríverslunarsamningar við ríki í Asíu og Ameriku.Alls hefur EFTA gert 20
fríverslunarsamninga við eftirfarandi ríki:
Búlgaríu,Króatíu,Tékkland,Eistland,Færeyjar,Ungverjaland,Ísrael,Jórdaníu,Let
tland,Litháen,Makedoníu,Mexiko,
Marokko,PLO,Pólland,Rúmeníu,Singapore,Slóvakíu,Slóveníu og Tyrkland.   Þá
hefur EFTA einnig  undirritað samstarfsyfirlýsingar við  önnur ríki um
samvinnu og viðskipti og að stefna beri að fríverslun við þau.Þau eru þessi:
Albanía,Alsír,Egyptaland,Líbanon, Túnis,Úkraina og Júgóslavía.
Aðildin að EES og rekstur EES-samningsins tekur nú mikinn tíma í starfi
EFTA. Eru tvær skrifstofur starfræktar á vegum EFTA,önnur í Genf en hin í
Brussel.

HVE LENGI ENDIST EFTA?

Ekki er talið að Noregur gangi í ESB á  yfirstandandi kjörtímabili norska
Stórþingsins. Ríkisstjórn Bondeviks,sem nú fer með völd í Noregi, er andvíg
inngöngu enda þótt Bondevik,forsætisráðherra sé sjálfur orðinn jákvæðari en
áður gagnvart aðild. Kosið   verður næst í Noregi  2005 og er talið, að
eftir þær kosningar  gætu Norðmenn hugsað sér til hreyfings í þessum efnum.
Hugsanlegt er því,að Noregur yfirgefi EFTA eftir um það bil  5 ár.Það tekur
a.m.k 2 ár að komast inn í ESB eftir að sótt er um aðild. .Margir telja,að
Ísland muni fylgja í kjölfar Noregs,ef Noregur gengur í ESB.Alla vega verður
mjög erfitt að reka EFTA og EES samninginn,ef Noregur gengur í ESB. Ef til
vill yrði Ísland þá fljótlega að gera tvíhliða samning við ESB,ef ekki væri
vilji fyrir aðild Íslands að sambandinu.EES-samningurinn mundi þó trúlega
standa í einhver  fá ár eftir að Noregur hefði  yfirgefið EFTA enda þótt
aðeins 2  EES/EFTA ríki yrðu  eftir.
Í næstu grein verður fjallað um Evrópusambandið, uppbyggingu þess og
starfsemi. Í grein minni "EES -samningurinn stendur" var m.a. fjallað um
aðild EFTA ríkja að EES-samningnum og hvers vegna  EFTA-ríkin hefðu sætt sig
við að taka einhliða við tilskipunum frá ESB án þess að vera með í
ráðum.Sagt var,að EFTA ríkin hefðu hugsað aðild að EES sem
bráðabirgðaráðstöfun. Þar var að sjálfsögðu átt við aðild að EES  án aðildar
að  ESB og sem valkost í stað ESB aðildar.

 Björgvin Guðmundsson
 viðskiptafræðingur

Birt í DV í febrúar 2003



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn