|
Ísland á að ljúka aðildarviðræðum við ESBföstudagur, 10. maí 2013
|
Ríkisstjórnin hefur gert hlé á aðildarviðræðum Íslands við ESB.Þær verða ekki hafnar á ný nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.Ekkert er athugavert við það að gera stutt hlé á aðildarviðræðum en öðru máli gegnir, ef það er meining ríkisstjórnarinnar að stöðva viðræðurnar í langan tíma.Þá væri mikið hreinlegra að leggja fram nýja þingsályktunartillögu á alþingi um að afturkalla umsóknina um aðild að ESB. Stjórnarflokkarnir eru ekki samstíga í þessu máli.Svo virðist sem utanríkisráðherra Framsóknar,Gunnar Bragi Sveinsson,vilji stöðva viðræðurnar fyrir fullt og allt án þess að láta alþingi afgreiða málið. Það gengur ekki.Sjálfstæðisflokkurinn vill standa við kosningaloforð um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald samningaviðræðna og hefur formaður flokksins,Bjarni Benediktsson, talað um, að æskilegt væri að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram á fyrri hluta kjörtímabilsins.
Stefna ríkisstjórnarinnar: “Haltu mér,slepptu mér”
Enda þótt stjórnarflokkarnir séu andvígir aðild að ESB er mjög óeðlilegt að þeir skuli stöðva viðræðurnar nánast á fölskum forsendum.Í samskiptum þjóða þarf Ísland að koma fram af kurteisi og heiðarleika.Miðað við það hvað aðildarviðræðurnar eru langt komnar, er eðlilegast að ljúka þeim og láta þjóðina síðan greiða atkvæði um aðildarsamning.Það væru eðlilegustu vinnubrögðin.Það er mjög erfitt að greiða atkvæði án þess að vita hvað er í boði.En ef ríkisstjórnin er staðráðin í að ljúka ekki viðræðunum, ætti hún að leggja fram tillögu á alþingi um að afturkalla aðildarumsóknina að ESB.Það er mikið eðlilegra en að stöðva viðræðurnar í langan tíma. Af einhverjum ástæðum vill ríkisstjórnin ekki gera það.Ríkisstjórnin er á móti aðild Íslands að ESB en vill samt ekki afturkalla umsóknina.Í þessu máli ríkir á stjórnarheimilinu einhvers konar “haltu mér,slepptu mér” stefna.
Sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál eftir
Það er búið að afgreiða marga kafla í samningaviðræðum Íslands við ESB.Það á fyrst og fremst eftir að afgreiða tvo kafla, þ.e. sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál. Ég hygg, að það hefði mátt afgreiða þá á hálfu ári og hafa síðan þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning.Þetta eru að vísu erfiðustu kaflarnir.Það veltur mest á niðurstöðunni í viðræðum um þessa kafla, hvort íslenska þjóðin samþykkir aðild að ESB eða hafnar henni.Eins og staðan er á Íslandi í dag er líklegast, að nýjum aðildarsamningi yrði hafnað.Það er aðeins í því tilviki, að mjög góðir samningar fáist um sjávarútvegs-og landbúnaðarmál, að búast má við því að þjóðin samþykki aðild að ESB. Telja má víst, að góður samningur fáist um landbúnaðarmál.Íslendingar munu í viðræðum um þau mál vísa í þær undanþágur eða sérlausnir,sem Finnar og Svíar fengu fyrir sinn landbúnað en tekið var tillit til þess,að landbúnaður í Finnlandi og Svíþjóð væri mjög norðlægur og skilyrði fyrir landbúnað ekki hin bestu þar. Hið sama gildir um landbúnað Íslands og því er fullvíst, að Ísland mun fá svipaðar undanþágur fyrir sinn landbúnað og ekki lakari.Samningaviðræður um íslenskan sjávarútveg verða erfiðari. Ísland mun byrja á því að reyna að fá það samþykkt,að Ísland verði sérstakt sjálfstjórnarsvæði í sjávarútvegsmálum.Góðar líkur eru á,að það fáist samþykkt.En þó það fáist ekki samþykkt ætti Ísland að halda öllum sínum veiðiheimildum við Ísland með tilvísun til þess hvernig öðrum fiskveiðiþjóðum í ESB hefur reitt af. Þær hafa haldið sínum veiðiheimildum.
Allt veltur á sjávarútvegsmálunum
Mjög margir Íslendingar munu taka afstöðu til inngöngu í ESB eftir því hvernig samningur um sjávarútvegsmál verður.Verði samningurinn góður og vel viðunandi fyrir Ísland munu þeir greiða atkvæði með aðild að ESB en verði samningurinn slæmur munu þeir greiða atkvæði gegn aðild að sambandinu.Það þýðir því ekkert að bera upp aðildarsamning að ESB, ef samningur um sjávarútvegsmál verður ekki hagstæður fyrir Ísland.Á því veltur allt málið.
Björgvin Guðmundsson
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|