Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ríkisstjórnin stingur ályktunum eldri borgara undir stól!

fimmtudagur, 31. janúar 2013

Kjaranefnd Félags eldri borgara mótmælir því harðlega, að ríkisstjórnin skerðir á ný í upphafi árs 2013 réttmæta hækkun lífeyris eldri borgara.ASÍ telur, að lífeyrir aldraðra eigi að hækka um 11 þúsund kr. á mánuði í upphafi ársins vegna gildandi kjarasamninga en ríkisstjórnnin hefur ákveðið að greiða aðeins hluta þeirrar fjárhæðar í hækkun lífeyris.Jafnframt er það nú endanlega ljóst, að ríkisstjórnin ætlar að svíkjast um að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 1.júlí 2009 en tekið var fram í athugasemdum með frumvarpi um þá kjaraskerðingu, að hún væri tímabundin og voru 3 ár nefnd í því sambandi.Ríkisstjórnin virðist telja nóg ,að ráðherrar,alþingismenn og embættismenn hafi fengið afturköllun á tímabundinni kjaraskerðingu sinni. Fjárlög fyrir árið 2013 voru afgreidd án þess að gera ráð fyrir afturköllun á kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja.Hér er um grófa mismunun að ræða.Þá stóð ríkisstjórnin heldur ekki við það að leggja fram fyrir áramót frumvarp um endurskoðun almannatrygginga eins og heitið hafði verið.Ráðgert hafði verið, að fyrsti áfangi endurskoðunar almannatrygginga tæki gildi 1.janúar 2013 en það stóðst ekki.
Kjaranefnd FEB krefst þess, að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja frá 2009 verði þegar í stað afturkölluð. Jafnframt krefst kjaranefndin þess, að lífeyrir aldraðra og öryrkja verði leiðréttur vegna kjaraskerðingar á tímabilinu 2009-2012 og lífeyrir hækkaður um 20% af þeim sökum.
 
Ráðuneytið stingur ályktunum eldri borgara undir stól
 
Framangreind ályktun var samþykkt samhljóða í kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík 3.janúar sl. Ályktunin var send ráðherrum.Einnig var hún send formönnum þingflokkanna.Þær eru orðnar margar ályktanirnar, sem kjaranefnd FEB og kjaramálanefnd LEB hafa sent ráðherrum ríkisstjórnarinnar á valdatíma hennar en það hefur engin áhrif haft.Ráðherrarnir stinga þessum ályktunum alltaf undir stól.Þó hét ríkisstjórnin því, er hún tók við völdum, að hafa samráð við almannasamtök í landinu. En sú yfirlýsing hefur reynst orðin tóm.Eins er með umbótaáætlun Samfylkingarinnar, sem samþykkt var eftir miklar umræður: Ákveðið var að taka upp ný og breytt vinnubrögð, sem einkennast mundu af heiðarleika.Sú samþykkt hefur einnig reynst orðin tóm.
Fyrrverandi formaður kjaranefndar FEB, Ólafur Hannibalsson, fór ásamt undirrituðum á fund forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnssonar haustið 2010. Með í för var einnig Eyjólfur Eysteinsson.Erindi okkar við forseta ASÍ var að fara þess á leið við verkalýðshreyfinguna,að hún mundi bera upp þá kröfu í viðræðum við ríkisstjórnina, að bætur aldraðra og öryrkja yrðu hækkaðar jafnmikið og laun samvæmt nýjum kjarasamningum vorið 2011. Forseti ASÍ samþykkti erindi okkar.Og ríkisstjórnin féllst á þessa kröfu ASÍ í tengslum við kjarasamninga, sem gerðir voru 2011. Við fórum þessa leið vegna þess, að við höfðum gefist upp á því að eiga bein samskipti við ríkisstjórnina.
 
Ríkisstjórnin hundsaði kröfur eldri borgara og öryrkja.
 
Þess vegna leituðum við aðstoðar ASÍ .Ástandið er eins í dag. Ríkisstjórnin neitar að afturkalla kjaraskerðinguna frá 1.júlí 2009.Hún neitar að leiðrétta kjaraskerðingu og kjaragliðnun frá tímabilinu 2009-2012 og hún uppfyllir ekki eigin yfirlýsingar um að láta lífeyri aldraðra og öryrkja hækka hliðstætt launahækkunum samkvæmt kjarasamningum. Enn á ný verða eldri borgarar því að treysta á verklýðssamtökin.
Samkvæmt nýjum kjarasamningum vorið 2011 hækkuðu lágmarkslaun strax um 10,3% en velferðarráðherra ákvað að bætur einhleypra elli-og örorkulífeyrisþega, sem eingöngu höfðu bætur frá TR, skyldu aðeins hækka um 6,5%. Þarna byrjaði ríkisstjórnin strax að klípa af bótum aldraðra og öryrkja.Ríkisstjórnin hélt uppteknum hætti í ársbyrjun 2012 en þá var réttmæt hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja skert á ný.Lífeyrir átti þá að hækka um 11.000 kr. á mánuði en var aðeins hækkaður um rúmlega helming þeirrar fjárhæðar ( um 3,5%) Og nú í ársbyrjun 2013 er í þriðja sinn höggvið í sama knérunn, þegar ríkisstjórnin eða velferðarráðherra ákveður enn á ný að klípa af réttmætri hækkun lífeyrisþega.
 
 
Höfum fjárlægst norræna velferðarkerfið
 
Ríkisstjórnin lýsti því yfir, þegar hún tók við völdum, að hún ætlaði að koma hér á norrænu velferðarkerfi.Það hefur mistekist.Í stað þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja hafa kjörin verið skert.Því var lofað, að kjaraskerðingin, sem framkvæmd var 2009, yrði tímabundin.En ekki hefur verið staðið við það.Í lögum um almannatryggingar segir, að breytingar á lífeyri aldraðra og öryrkja eigi að taka mið að þróun launa og verðlags en bætur eigi aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs.Við þetta hefur ekki verið staðið. Á árunum 2009 og 2010 hækkuðu lágmarkslaun um 16% án þess að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði nokkuð.Á öllu tímabili ríkisstjórnarinnar, 2009-2010, hafa lágmarkslaun hækkað mikið meira en lífeyrir.Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri strax um a.m.k. 20%.
.
Björgvin Guðmundsson
Birt í Morgunblaðinu 31.jan. 2013
 


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn