Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Er verið að hlunnfara eldri borgara?

laugardagur, 5. apríl 2008

Samkvæmt nýjum kjarasamningum launþega og vinnuveitenda  2008 hækka laun verkafólks um 18000 kr. á mánuði  strax við upphaf samningstímans eða um ca. 15%.Laun skrifstofufólks hækka enn meira eða um 21000 kr. á mánuði strax i upphafi. Auk þess fær verkafólk og verslunarmenn 5,5% kauphækkun strax í byrjun samnings, ef  þeir,sem samningurinn nær til, hafa ekki fengið þessa hækkun á undanfarandi ári..Það má  því reikna með, að kauphækkun verkafólks sé á bilinu 15-20% við upphaf samningstímans.Fjármálaráðherra fékk það hlutverk að kanna og  reikna út hvað aldraðir og öryrkjar ættu að fá mikla hækkun á lífeyri frá almannatryggingum vegna nýju kjarasamninganna. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að þeir ættu að fá 7,4% hækkun lífeyris!  Einkennileg niðurstaða það.
 
Fram til  ársins 1995-96  hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja sjálfvirkt um sömu hlutfallstölu og lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.Samkvæmt því  fyrirkomulagi hefði lífeyrir frá TR nú hækkað um 15-20% eins og laun verkafólks. Skorið var á þessi sjálfvirku tengsl 1995/96 en þáverandi forsætisráðherra lýsti því  þá yfir, að  kjör aldraðra og öryrkja mundu ekki að versna við þá breytingu.Þessir aðilar yrðu tryggðir bæði með belti og axlaböndum. Ákveðið var að   við breytingu á lífeyri yrði tekið mið af   launaþróun. Með hliðsjón af yfirlýsingu  forsætisráðherra frá því fyrir 12 árum er alveg ljóst, að lífeyrir aldraðra og öryrkja á að hækka nú jafnmikið og laun verkafólks  hafa hækkað, eða að lágmarki um 15%. Annað eru svik.Því var lofað, að kjör aldraðra og öryrkja myndu ekki versna við þá breytingu að skera á sjálfvirku tengslin milli  launa og bóta. Við þetta loforð á að standa..
 
Mig undrar það mjög,að félags-og tryggingamálaráðherra skuli láta fjármálaráðherra  kanna og reikna út hvað  laun hafi hækkað mikið í nýgerðum kjarasamningum og hvað sé því eðlilegt að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja mikið. Ég veit ekki betur en vinnumál og kjarasamningar heyri undir félagsmálaráðuneytið. Það ráðuneyti á því að mínu mati að kveða upp úr um það hvað laun verkafólks hafi hækkað mikið við upphaf nýrra samninga og hvað eðlilégt sé að  lífeyrir hækki mikið.Að mínu mati  hefði félags-og tryggingamálaraðherra átt  að ákveða (leggja til), að lífeyrir aldraðra og öryrkja mundi hækka um 18000  á mánuði eins og  hjá verkafólki.Það er enginn ágreiningur um það, að allt verkafólk fékk þá upphæð í byrjunarkauphækkun  og þess vegna þurfti ekki að fá fjármálaráðherra til þess sð fjalla um þá fjárhæð. Þeirri fjárhæð verður ekki breytt.En  athugunarefni   er hvað eldri borgarar og öryrkjar hefðu átt að fá mikið af þeirri 5,5% kauphækkun, sem margir fengu til viðbótar. Athuga hefði þurft hvað margir fengu  5,5% hækkun og með hliðsjón af upplýsingum um það að ákveða  hve mikinn hlut af  5,5% lífeyrisþegar ættu að fá. Ef til vill er það helmingur  5,5% hækkunarinnar, þ.e.,2,75%.
 
Það er alveg ljóst,að með því að ákveða nú,að eldri borgarar og öryrkjar fái 4% hækkun á lífeyri  er verið að hlunnfara þá gróflega.Þetta er aðeins brot af því, sem verkafólk fékk samkvæmt nýju kjarasamningunum, nær ekki einu sinni þriðjungi Lífeyrir hækkaði um 3,4% 1.janúar sl. vegna launahækkana á sl. ári. Félags-og tryggingamálaráðuneytið dregur þá hækkun frá hækkun upp á 7,4% ,sem fjármálaráðherra sagði, að laun hefðu hækkað um.Eftir standa þá 4%,sem  ráðuneytið ætlar að skammta eldri borgurum og öryrkjum..Þetta eru nákvæmlega sömu vinnubrögðin og tíðkuðust hjá fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.Þá var alltaf verið að hafa bætur af  öldruðum og öryrkjum og það  nam orðið tugum milljarða, sem búið var að hafa af öldruðum frá 1995/6. Öryrkjar þurftu að fara í mál við stjórnvöld til þess að fá þann lífeyri,sem þeir áttu rétt á samkvæmt lögum og  stjórnarskrá. Nú á að halda áfram á sömu braut og áður. Þrátt fyrir loforð forsætisráðherra 1995/6  á að skerða kjör eldri borgara eins og gert hefur verið allar götur síðan Samfylkingin gagnrýndi þessi vinnubrögð harðlega fyrir síðustu kosningar og hefur áreiðanlega fengið mörg atkvæði eldri borgara og öryrkja vegna þeirrar gagnrýni. En samt ætlar Samfylkingin að halda sömu stefnu og hún gagnrýndi mest áður! 
 
Er ekki kominn tími til þess fyrir stjórnvöld að taka upp jákvæða afstöðu til aldraðra og öryrkja? Er ekki tímabært að hætta að þrýsta kjörum þessara aðila niður og veita þeim sómasamleg og myndarleg kjör.Þeir eiga það inni hjá samfélaginu.
 
Björgvin  Guðmundsson
 
Birt í Mbl. 5.apríl 2008
 


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn