Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Steingrímur J.gagnrýnir utanríkisráðherra

miðvikudagur, 7. apríl 2004

 

 

Steingrímur J.Sigfússon formaður VG gagnrýndi utanríkisráðherra harðlega fyrir skýrslu þá um utanríkismál,sem hann flutti á alþingi í gær. Sagðist Steingrímur hafa reiknað með því,að skýrslan yrði á mildari nótum,þar sem þetta væri síðasta skýrsla utanríkisráðherra áður en hann  léti  af embætti utanríkisráðherra  en raunin væri þveröfug. Tónninn væri harðari en áður ef eitthvað væri.

 

Engin stefnubreyting hér

 

 Steingrímur J. Sigfússon benti á,að ýmislegt nýtt hefði komið fram undanfarið  varðandi innrásina í Írak , t.d. í Bandaríkjunum. Bandaríkin hefðu viðurkennt,að þau hefðu ekki haft nægilega haldbærar upplýsingar um gereyðingarvopn í Írak áður en innrásin hefði verið gerð.En samt örlaði ekki  á neinni stefnubreytingu hjá íslenskum stjórnvöldum.Þau teldu sig ekki hafa gert neitt rangt með því að  styðja innrásina í  Írak.

 

Texas hugmyndafræði Bush

 

Steingrímur sagði,að utanríkisráðherra aðhylltist Texas- hugmyndafræði Bush,Bandaríkjaforseta í utanríkismálum en sú stefna nýtur ekki mikils álits í Evrópu. Hefur reyndar harðlínustefna Bush i utanríkismálum sætt mikilli gagnrýni í Bandaríkjunum.

 

 

 Frumkvæði forsætisráðherra

 

  Vitað er,að það var forsætisráðherra,sem átti frumkvæðið að því að Ísland studdi innrásina í Írak og fór á lista hinna staðfestu ríkja,sem studdu stríðið. Utanríkisráðherra féllst á sjónarmið forsætisráðherra.Utanríkisráðherra vildi bíða lengur og veita Blix lengri tíma til þess að leita gereyðingarvopna í Írak en  allt bendir til þess að forsætisráðherra hafi heitið Bush stuðningi án þess að ráðgast við utanríkisráðherra fyrst. Það skýtur því nokkuð skökku við,að nú skuli utanríkisráðherra orðinn harðari í stuðningi sínum við Bush en sjálfur forsætisráðherrann! Líklegast skýringin á þessu er sú,að  nú vilji utanríkisráðherra þóknast sem mest forsætisráðherra áður en forsætisráðherraskipti verða. Ef þetta er rétt skýring er það fyrirboði þess sem verður eftir breytinguna í stjórnarráðinu 15.september. Völd Davíðs munu þá ekkert minnka þó hann yfirgefi stól forsætisráðherra nema síður verði.  

 

 

“ Bandaríkin hefðu viðurkennt,að þau hefðu ekki haft nægilega haldbærar upplýsingar um gereyðingarvopn í Írak áður en innrásin hefði verið gerð.En samt örlaði ekki  á neinni stefnubreytingu hjá íslenskum stjórnvöldum.Þau teldu sig ekki hafa gert neitt rangt með því að  styðja innrásina í  Írak.”

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn