Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ríkisstjórnin gafst upp

miðvikudagur, 21. júlí 2004

 

 

Hinn 20.júlí sl. tilkynnti ríkisstjórnin ,að hún hefði ákveðið að fella fjölmiðlalögin úr gildi og afturkalla fjölmiðlafrumvarpið frá 5.júlí sl. Þar með hafði  ríkisstjórnin algerlega gefist upp í málinu. Mikil andstaða þjóðarinnar við fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar leiddi til þess að ríkisstjórnin  gafst upp  í málinu .

 

Ríkisstjórnin þorði ekki

 

 Það var búið að vera mikið kappsmál ríkisstjórnarinnar og þó sérstaklega Sjálfstæðisflokksins að  setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. Lög þar um voru samþykkt á alþingi en forseti Íslands neitaði hinn 2.júní sl. að skrifa undir lögin og vísaði þeim til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þegar til kastanna kom þorði ríkisstjórnin ekki að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram. Hún óttaðist að bíða ósigur í þeirri atkvæðagreiðslu og vildi þess vegna heldur draga lögin til baka,fella þau úr gildi.En til þess að halda andlitinu lagði  hún um leið  fram   nýtt fjölmiðlafrumvarp 5.júlí sl. , sem var sáralítið frábrugðið eldra frumvarpinu.Flestir málsmetandi fræðimenn í lögfræði töldu það ekki standast stjórnarskrá að  leggja fram nýtt frumvarp um fjölmiðla um leið og það eldra væri fellt úr gildi.Þessi brella ríkisstjórnarinnar fór mjög illa í þjóðina. Þjóðin taldi ríkisstjórnina vera  að hafa rangt við og andstaða við nýja  fjölmiðlafrumvarpið var jafnmikil og við það eldra. Það var jafnmikil gjá milli  þings og þjóðar eftir sem áður. Talið var því víst,að forseti   mundi áfram synja fjölmiðlafrumvarpi staðfestingar. Þegar ríkisstjórnin gerði sér það ljóst ákvað hún að draga bæði frumvörpin til baka,það eldra og það nýja.Var ríkisstjórnin þá búin að vera í stríði við þjóðina svo mánuðum skipti í þessu máli. Uppgjöf ríkisstjórnarinnar í málinu var að lokum alger.

Ríkisstjórnin vill ekki viðurkenna að hún hafi gert mistök. Það er mannlegt að gera mistök og þjóðin mundi áreiðanlega fyrirgefa ríkisstjórninni,ef hún viðurkenndi ,að um mistök hefði verið að ræða. En stjórnin viðurkennir engin mistök.

 

Nýtt fjölmiðlafrumvarp síðar

 

 Ég tel víst,að ríkisstjórin ætli síðar  að leggja fram nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. Út af fyrir sig er ekkert við því að segja,ef  staðið er rétt að málinu  og þess freistað að ná  víðtækri samstöðu um málið. Nýtt frumvarp má ekki snúast um eitt fyrirtæki eins og frumvarp forsætisráðherra gerði. Það stenst ekki að setja lög á eitt fyrirtæki í landinu. Nýtt frumvarp  verður að að vera alhliða og á að snúast um vernd fréttamanna og blaðamanna,svo eigendur fjölmiðla geti ekki haft áhrif á þá. Það þarf að vernda rétt blaðamanna. Það er einnig fráleitt að banna eigendum dagblaða að eiga sjónvarpsstöðvar og öfugt. Og það er heldur engin þörf á því að banna markaðsráðandi fyrirtækjum að eiga ljósvakamiðla eða aðra fjölmiðla. Svo lengi sem þau ekki misnota markaðsráðandi stöðu sína er það í lagi að þau eigi fjölmiðla.. Samkeppnisstofnun á að fylgjast með því að þessi fyrirtæki misnoti ekki aðstöðu sína og hún á að grípa í taumana ef það gerist.

 

Áfram foringjaleikur

 

Það hafa áreiðanlega verið þung spor hjá foringjum stjórnarflokkanna að ákveða að gefast algerlega  upp í fjölmiðlamálinu og draga bæði frumvörpin til baka.Þeir ætla þó greinlega að halda foringjaleiknum,foringjaræðinu áfram.Nú tilkynna þeir að  þeir hafi ákveðið að breyta stjórnarskránni og taka út ákvæði 26.gr. um heimild fyrir forseta að synja lögum staðfestingar. Foringjarnir virðast ekki átta sig á því að þeir breyta ekki stjórnarskránni. Það þarf að samþykkja breytingar á stjórnarskrá á tveimur þingum og kjósa til alþingis á milli. Stjórnarskrá verður ekki breytt nema þjóðin sé því samþykk. Það kom í ljós í fjölmiðlamálinu,að málskotsréttur forseta er nauðsynlegur öryggisventill. Þjóðin vill að  forseti hafi þetta vald. Það er engin þörf á því að taka það vald af forseta. Ég tel,að  forseti eigi áfram að hafa heimild til þess að vísa málum til þjóðarinnar. Sagan leiðir í ljós,að þetta ákvæði hefur ekki verið misnotað.

 

Björgvin Guðmundsson 

 

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn