Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar er lokið. Stjórnin hefur setið við völd rúmlega 100 daga. Nú tekur alvaran við.Enn hefur stjórnin efnt lítið af kosningaloforðunum.Ekkert hefur verið efnt af loforðunum um að efla almannatryggingar og hækka lífeyri aldraðra og öryrkja.Það er sorglegt að þurfa að viðurkenna það,að ástandið í þessum efnum er eins og Framsókn hefði verið áfram í stjórn.Ég er mjög kröfurharður í þessum efnum. Ég tel,að strax á sumarþinginu hefði átt að samþykkja hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja.Aðrir telja,að ekkert liggi á og að gefa eigi ríkisstjórninni tíma og svigrúm til þess að undirbúa breytingar..Ekkert hefur heldur gerst í hjúkrunarmálum aldraðra. Í stjórnarsáttmálanum segir að hraða eigi framkvæmdum á þessu sviði en ekkert hefur gerst.Félagsmálaráðherra hefur fengið samþykkta áætlun um aðgerðir í þágu barna og ungmenna. Það er gott svo langt sem það nær. En framkvæmdin skiptir öllu máli.Ég er ánægður með það að iðnaðarráðherra skuli hafa hafið endurskoðun vatnalaganna.Einnig er ég ánægður með að hann skuli ætla að efla Byggðasjóð, m.a. í því skyni að auka aðstoð við sjávarbyggðir,sem verða fyrir barðinu á niðurskurði þorskþvótans. En betur má ef duga skal. Enn hefur það tæplega sést,að stjórnarskipti hafi átt ser stað.
Björgvin Guðmundsson