Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Framsókn niðurlægð

föstudagur, 9. janúar 2004

 

Það hefur oft komið fyrir í stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka,að Sjálfstæðisflokkurinn hafi niðurlægt Framsóknarflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá verið að sýna vald sitt,sýna hver ráði í samstarfinu. Eitt grófasta dæmið í þessu efni var þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að leggja niður Þjóðhagsstofnun án þess að ræða það við Framsókn.Sú ráðagerð  Sjálfstæðisflokksins gekk svo langt,að það var farið að ræða það við starfsmenn  Þjóðhagsstofnunar að leggja ætti stofnunina niður  áður en það var rætt við Framsóknarflokkinn og áður en Framsókn hafði samþykkt það. Framsókn var í fyrstu algerlega á móti því að Þjóðhagsstofnun yrði lögð niður enda hafði stofnunin sannað ágæti sitt. En í þessu máli valtaði Sjálfstæðisflokkurinn algerlega yfir Framsókn og  Framsókn átti engra  kosta völ annarra en að dröslast með og samþykkja niðurlagningu  Þjóðhagsstofnunar enda þótt flokkurinn hafi  í fyrstu verið algerlega á móti því.Mál þetta allt var niðurlægjandi fyrir Framsókn. 

 

  ANNAÐ DÆMI: SVIKIN VIÐ ÖRYRKJA

 

Annað  nýlegt dæmi,sem sýnir hvernig Sjálfstæðisflokkurinn niðurlægir Framsókn  er svikin við framkvæmd samkomulagsins við öryrkja frá 25.mars sl..Samkomulagið við Öryrkjabandalag Íslands frá mars sl. var alfarið mál Framsóknarflokksins. Af hálfu Framsóknar voru það ráðherrarnir Jón Kristjánsson og Halldór Ásgrímsson,sem sömdu við Öryrkjabandalagið. Þeir sáu,að samningur um bætt kjör öryrkja, gæti bætt stöðu Framsóknar  í kosningabaráttunni en Framsókn var þá í mikilli lægð í skoðanakönnunum og  stjórnin hékk á bláþræði. Samningurinn við Öryrkjabandalagið var munnlegur og var handsalaður milli þeirra Jóns Kristjánssonar,heilbrigðisráðherra og Garðars Sverrissonar,formanns Öryrkjabandalagsins. Þátttaka Halldórs Ásgrímssonar í samningsgerðinni og bakstuðningur hans hefði átt að tryggja,að staðið yrði við samninginn. En svo varð ekki. Sjálfstæðisflokkurinn neitaði    framkvæma samninginn að fullu 1.janúar 2004 eins  og samið hafði verið um. Sjálfstæðisflokkurinn vildi aðeins  framkvæma 2/3 af samningnum 1.janúar  en athuga með framkvæmd  á 1/3 síðar. Einn milljarður var látin í framkvæmdina nú en  fullar efndir á samningnum kosta 1 ½ milljarð. Þetta var gífurlegt áfall fyrir Jón Kristjánsson,heilbrigðisráðherra. Hann stóð uppi sem svikari við öryrkja,þar eð Sjálfstæðisflokkurinn neitaði að efna samning sem hann hafði gert með bakstuðningi formanns Framsóknarflokksins. Ef einhver manndómur hefði verið í Framsókn þá hefði hún staðið og fallið með samningnum við öryrkja. Þá hefði hún sagt við Sjálfstæðisflokkinn: Annað hvort stendur þessi samningur og verður efndur að fullu 1.janúar 2004 eða við erum farnir úr stjórninni. Þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn látið undan. En í staðinn fyrir að gera þetta kaus Framsókn niðurlægingu eina ferðina enn. Sjálfstæðisflokkurinn  niðurlægði Framsókn í þessu máli og valtaði yfir ráðherra Framsóknar. Þeir voru gerðir ómerkir og standa nú uppi sem svikarar við öryrkja.Líklegt er,að málið fari fyrir dómstóla.

 

 ALGER KATTARÞVOTTUR

 

  Allt tal um,að samningurinn hefði ekki átt að kosta nema 1 milljarð er út í hött og alger kattarþvottur. Það var samið um ákveðnar kjarabætur öryrkjum til handa,tvöföldun á grunnlífeyri  þeirra ,sem yrðu  öryrkjar18  ára og síðan örlítið minni hækkun á grunnlífeyri  19 ára öryrkja og koll af kolli þar til 67 ára aldri væri náð. ( Miðað við hvenær menn yrðu öryrkjar) Það lá ekki alveg fyrir, þegar samkomulagið var handsalað hve mikið þessar kjarabætur mundu kosta. Í fréttatilkynningu var sagt rúmur milljarður en það var aðeins gróf áætlun. Gengið var út frá því,að  kostnaðurinn við framkvæmd samkomulagsins yrði  greiddur að fullu eins og kostnaður við aðra kjarasamninga. Það hvarflaði ekki að neinum,að samkomulagið  yrði svikið.

 

  HLUTA BÓTANNA SKILAÐ TIL BAKA

 

Stjórnarliðar tala mikið um það nú, að þeir séu að gera vel við öryrkja með því að framkvæma samkomulagið við þá að 2/3 hlutum og benda m.a. á,að yngstu öryrkjar fái 20 þús kr. hækkun á mánuði. En athuga bera,að hér er aðeins verið að skila til baka að hluta til því sem áður hafði verið tekið af öryrkjum ( með skerðingu). Ef tengslin milli kaupgjalds og örorkulífeyris hefðu haldist  væri örorkulífeyrir allra öryrkja í dag meira en 20 þús kr. hærri á mánuði en hann er. Þessu er skilað til baka til yngstu öryrkjanna en hinir sæta áfram mikilli skerðingu. T.d. fá þeir sem verða öryrkjar um fimmtugt ekki nema 500 kr. hækkun á mánuði!

 

Björgvin  Guðmundsson

viðskiptafræðingur

 

Birt í Mbl. 9.janúar 2004

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn