Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Hrósaði innrásinni í Írak.Enginn árangur í varnarmálunum

miðvikudagur, 7. júlí 2004

 

Forsætisráðherra átti fund með Bush,Bandaríkjaforseta í gær,6.júlí sl. Athygli vakti að á fundinum hrósaði forsætisráðherra Bandaríkjunum fyrir að gera árás á Írak og taldi hann ástandið betra í heiminum á eftir en áður. Blair forsætisráðherra Breta sagði í gær,að engin gereyðingarvopn hefðu fundist í Írak. En eins og menn muna var ástæða innrásarinnar sú,að Saddam Hussein hefði yfir gereyðingarvopnum að ráða.

 

Íslendingar eiga að borga

 

  Forsætisráðherra ræddi við Bush um varnarmál Íslands. En árangur af þeim viðræðum var enginn. Bush kvaðst mundu athuga þau mál með opnum huga en engin lausn fannst á fundinum. Það markaverðasta,sem fram kom á fundinum var það,að Íslendingar mundu þurfa að taka þátt í kostnaði við varnarstöðina. Varla hefur þurft að senda forsætisráðherra til Washington til þess að fá að vita að Íslendingar þyrftu að borga!

 Staðan í varnarmálunum er hláleg. Bandaríkin vilja draga her sinn frá Keflavík og þar á meðal  þessar 4 vopnlausu þotur,sem þar eru. En Íslendingar grátbiðja Bandaríkin að leyfa bandaríska hernum að vera áfram í Keflavík!Þetta er aumt hlutskipti.

 

Björgvin Guðmundsson

 

"Varla hefur þurft að senda forsætisráðherra til Washington til þess að fá að vita,að Íslendingar þyrftu að borga!"



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn