Forsætisráðherra átti fund með Bush,Bandaríkjaforseta í gær,6.júlí sl. Athygli vakti að á fundinum hrósaði forsætisráðherra Bandaríkjunum fyrir að gera árás á Írak og taldi hann ástandið betra í heiminum á eftir en áður. Blair forsætisráðherra Breta sagði í gær,að engin gereyðingarvopn hefðu fundist í Írak. En eins og menn muna var ástæða innrásarinnar sú,að Saddam Hussein hefði yfir gereyðingarvopnum að ráða.
Íslendingar eiga að borga
Forsætisráðherra ræddi við Bush um varnarmál Íslands. En árangur af þeim viðræðum var enginn. Bush kvaðst mundu athuga þau mál með opnum huga en engin lausn fannst á fundinum. Það markaverðasta,sem fram kom á fundinum var það,að Íslendingar mundu þurfa að taka þátt í kostnaði við varnarstöðina. Varla hefur þurft að senda forsætisráðherra til Washington til þess að fá að vita að Íslendingar þyrftu að borga!
Staðan í varnarmálunum er hláleg. Bandaríkin vilja draga her sinn frá Keflavík og þar á meðal þessar 4 vopnlausu þotur,sem þar eru. En Íslendingar grátbiðja Bandaríkin að leyfa bandaríska hernum að vera áfram í Keflavík!Þetta er aumt hlutskipti.
Björgvin Guðmundsson
"Varla hefur þurft að senda forsætisráðherra til Washington til þess að fá að vita,að Íslendingar þyrftu að borga!" |