Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Vaxtamunur mestur á Íslandi á Norðurlöndum

mánudagur, 29. janúar 2007

Samkeppniseftirlit á Norðurlöndum hafa kynnt nýja skýrslu um bankamarkaði á Norðurlöndum. Samkeppniseftirlitið hefur að því tilefni sent frá sér  fréttatilkynningu.Hér fer á eftir hluti tilkynningarinnar: 

Áherslur Samkeppniseftirlitsins

  • Samþjöppun á íslenskum bankamarkaði er mjög mikil. Sama gildir um hin Norðurlöndin. 
  •  Enginn erlendur banki er með starfsemi á Íslandi. 
  •  Meiri vaxtamunur er á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. 
  •  Eignarhald á íslenskum greiðslukerfum og kortafyrirtækjum er mjög samtvinnað. 
  •  Viðskiptavinir bankanna skipta ekki um banka. Svo nefndur hreyfanleiki þeirra er mjög lítill. 
  •  Samkeppniseftirlitið telur nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða  til þess að auka hreyfanleika viðskiptavina bankanna en það er mikilvæg forsenda fyrir aukinni virkri samkeppni á markaðnum. 
  •  Samkeppniseftirlitið telur nauðsynlegt að hugað sé að aðgangshindrunum að greiðslukerfum bankanna og sameiginlegu eignarhaldi banka og sparisjóða á greiðslukortafyrirtækjunum.

Inngangur

Fjármálastarfsemi gegnir mikilvægu hlutverki í efnahagslífi hverrar þjóðar. Hún gegnir afgerandi hlutverki fyrir starfsemi á öðrum mörkuðum og í efnahagskerfinu í heild. Bankastarfsemi stuðlar að og örvar viðskipti með vöru og þjónustu sem á að leiða til lægri viðskiptakostnaðar til hagsældar fyrir þjóðfélagið. Þess vegna er grundvallaratriði að samkeppni sé virk á fjármálamarkaði og markaðurinn sé eins skilvirkur og mögulegt er. Skortur á samkeppni í þjónustu banka skaðar neytendur. Kemur það fram í háu verðlagi, skorti á nýjungum og óskilvirkum fjármálamarkaði. Þess vegna er fjármálastarfsemi á meðal þeirra þátta atvinnulífsins sem Samkeppniseftirlitið leggur megináherslu á í starfsemi sinni.

Haustið 2005 ákváðu samkeppnisyfirvöld á Norðurlöndum að rannsaka og skilgreina hugsanleg samkeppnisleg vandamál á markaði fyrir almenna bankaþjónustu (e. retail banking market) í löndunum. Markmiðið var að birta skýrslu um niðurstöðuna og tillögur til úrbóta væri þess talin þörf. Ákveðið var að skoða sérstaklega eftirfarandi atriði:

  • Þróun og samþjöppun á norrænum bankamarkaði árin 1995 til 2004 með sérstöku tilliti til þjónustu við heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki.
  • Aðgang nýrra banka að greiðslukerfum sem nauðsynleg eru fyrir almenna bankastarfsemi.
  • Fyrirkomulag á greiðslukortamarkaði landanna.
  • Hreyfanleika viðskiptavina milli viðskiptabanka, þ.e. í hve miklum mæli viðskiptavinir færa viðskipti sín á milli banka.

Lokaskýrsla hefur nú verið gefin út og er er hægt að nálgast hana hér

Staðan á norrænum bankamarkaði

Viðskiptabankamarkaðurinn (e. retail banking market) á Norðurlöndum einkennist enn sem komið er af ráðandi stöðu innlendra banka í hverju landi og tryggð viðskiptavina við þá. Á undanförnum misserum hefur hins vegar borið á útrás þessara banka til nágrannalanda. Samhliða þessari þróun virðist sem fjöldi nýrra aðila og fyrirtækja sem starfa á jaðri markaðarins fari vaxandi á flestum mörkuðum. Þessir bankar kunna ýmist að beina sjónum sínum að alhliða bankaþjónustu á smásölumarkaði eða einbeita sér að tilteknum sérgreinum, svo sem sjóðsstjórnun. Enda þótt samkeppni kunni að hafa aukist í sumum löndum eiga áhrif þróunarinnar á atvinnugreinina enn eftir að koma í ljós, hefur haldist mikil síðustu 10 árin. 

Samanlögð markaðshlutdeild fjögurra stærstu bankanna á hverju af þeim sex norrænu markaðssvæðum sem rannsökuð voru (miðað við heildarfjárhæð efnahagsreiknings hvers banka) reiknast vera 71 - 100 af hundraði. Þetta er tiltölulega hátt hlutfall í samanburði við önnur Evrópulönd og þróunin bendir til þess að veruleg minnkun á þessari hlutdeild sé afar ólíkleg.

Arðsemismælingar, afkomutilkynningar banka og mat seðlabanka, benda til þess að norrænir bankar séu all arðbærir. Markaðurinn lýtur yfirráðum banka sem eru efnahagslega traustir. Frá samkeppnissjónarmiði virðast afkomutölur í greininni benda til þess að bankar gætu boðið neytendum verulega betri kjör og samt skilað hagnaði. Með öðrum orðum gæti aukin samkeppni banka komið neytendum til góða með betri þjónustu á lægra verði.

Staðan á íslenskum bankamarkaði:

  • Fjórir stærstu bankar á Íslandi hafa 93% markaðshlutdeild miðað við heildareign samkvæmt efnahagsreikningum á árinu 2004.
  • Markaðshlutdeild fjögurra stærstu banka á Íslandi hefur farið vaxandi frá árinu 1994 til 2004. Ástæðan er að hluta til samruni tveggja banka árið 2003.
  • Enginn erlendur banki er með starfsemi á Íslandi. Enginn nýr alhliða banki hefur hafið starfsemi á Íslandi síðustu 10 árin.
  • Arðsemi eigin fjár banka var hæst á Íslandi af Norðurlöndunum á árinu 2003.
  • Vaxtamunur á Norðurlöndunum var mestur á Íslandi árið 2003 ef Færeyjar eru undanskildar.

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn