Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Verðbólgan æðir áfram

fimmtudagur, 11. maí 2006

 

Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa ekki skilað tilætluðum árangri.Þeim var ætlað að slá á verðbólguna og stuðla að því, að Seðalbankanum tækist að halda verðbólgunni innan  viðmiðunarmarka, sem eru 2,5%.En það hefur mistekist.Verðbólgan er nú umfram markmið Seðlabankans 25.mánuðinn í röð.

 

Jafngildir 15,9% verðbólgu á ári

 

Nýjar tölur Hagstofunnar leiða í ljós,að vísitala neysluverðlags hækkaði um 1,5% frá apríl til mai. Og undanfarna 3 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,8% en það jafngildir 15,9% verðbólgu á ári. Síðustu 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6%. Greiningardeild Glitnis spáir 9% verðbólgu  á árinu.Er þetta mesta verðbólga í Evrópu.

 

Baráttan hefur mistekist

 

  Ljóst er,að barátta ríkisstjórnar og Seðlabanka gegn verðbólgunni hefur mistekist.Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti ört í því skyni að styrkja gengi íslensku krónunnar svo verð innfluttra vara mundi lækka. Þessi ráðstöfun hefur verið mjög umdeild, þar eð hún hefur bitnað mjög á útflutningsatvinnuvegunum, sem hafa fengið minna en áður fyrir útfluttar vörur vegna sterkrar stöðu krónunnar.Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum og efnahagsmálum hafa ekki stutt nægilega við stefnu Seðlabankans.Stefna ríkisstjórnarinnar hefur skapað þenslu. Þessir aðilar hafa ekki verið nægilega samstíga í baráttunni við verðbólguna.

 

Kjarasamningar í uppnámi

 

 Verðbólgan er nú orðin það mikil, að  kjarasamningar eru í uppnámi. Ef ekki tekst með einhverjum ráðum að lækka  verðbólguna fyrir haustið  eru  kjarasamningar lausir.Verkafólk sér nú, að  þær litlu  kjarabætur,sem samningar eiga að veita þeim,brenna upp á verðbólgubálinu.Kjararýrnunin er orðin 5%.Launþegar verða því að fá bætur næsta haust vegna kjararýrnunar af völdum verðbólgunnar. Vonandi tekst að leysa þau mál friðsamlega.En það er engan veginn öruggt. Því meiri sem verðbólgan verður því erfiðara verður að  finna friðsamlega lausn.

 

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn