Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Er einræði í Framsókn?

þriðjudagur, 7. mars 2006

 

 

Ljóst er,að það ríkja úreltar stjórnunaraðferðir í Framsóknarflokknum.Formaður flokksins virðist hafa alræðis-eða einræðisvald. Það,sem hann ákveður, gildir.Þannig er það þegar ráðherrar eru valdir.Þá ákveður formaður það hverjir  eigi að skipa ráðherrasæti.Að nafninu til er málið lagt fyrir þingflokkinn. Það heitir svo,að tillögur formanns um ráðherra séu lagðar fyrir þingflokk. En það er nánast formsatriði. Enda orðaði Jónína Bjartmars alþingismaður það svo,að formaður flokksins ” hefði ákveðið” að Siv Friðleifsdóttir yrði  ráðherra á ný. Og þá gildir það.

 

Framsókn varð að fórna ráðherra

 

 Þegar Framsókn fékk forsætisráðherrann þá gerði Davíð Oddsson kröfu til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi einum ráðherra fleiri en hann hafði haft í staðinn.Framsókn varð sem sagt að fórna einum ráðherra. Og formaður flokksins ákvað að fórna Siv Friðleifsdóttir,sem hafði verið umhverfisráðherra. Það kom mjög á óvart,að Siv skyldi fórnað,bæði vegna þess að hún hafði staðið sig vel og vegna þess að hún var annar tveggja kvenráðherra Framsóknar.Auk   þess var hún efsti maður á lista flokksins í mjög stóru kjördæmi og hafði staðið sig vel í kjördæminu. En formaður flokksins þurfti ekki að gera neina grein fyrir ákvörðun sinni. Hann ákvað að fórna Siv og það gilti. Ýmsir töldu,að hann hefði fremur átt að fórna Árna Magnússyni, þar eð hann var yngsti ráðherrann og nýkominn á þing. En Árni var krónprinsinn. Hann var handvalinn af formanni til þess   að taka við flokknum. Flokksþing átti ekki að ákveða eftirmanninn. Formaður ætlaði sjálfur að gera það. Þess vegna var Siv sparkað. Það mæltist illa fyrir og gat leitt til uppreisnar í flokknum.Nú skyndilega sagði Árni Magnússon af sér ráðherradómi  og ákvað að fara í Íslandsbanka í framkvæmdastjórastöðu. Og þá ákvað formaður flokksins upp á sitt eindæmi að setja Siv inn sem ráðherra á ný!

 

Nær að greiða atkvæði milli manna

 

 Nær væri að láta þingflokkinn greiða atkvæði í óbundinni kosningu um það hver ætti að skipa sæti ráðherra hverju sinni. Og láta þann sem fengi flest atkvæði fá ráðherrastól. En það má ekki. Það mundi þýða lýðræði og binda endi á einræði formanns. Það verður að viðhalda því.

 

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn