|
Lélegur samningur um varnarmálinmiðvikudagur, 27. september 2006
|
Ríkisstjórnin skýrði frá samningaviðræðum við Bandaríkin um varnarmál 25.september. Helstu atriðin höfðu áður lekið út: Bandaríkin hreinsa ekki upp eftir sig,heldur skilja eftir mengun á Keflavíkurflugvelli,þar á meðal olíumengun og sorpmengun.Íslendingar taka við öllum fasteignum á Keflavíkurflugvelli og þurfa að rífa niður um helming þeirra með miklum tilkostnaði. Það heitir svo að Íslendingar fái mannvirkin frítt en verði á móti að hreinsa upp eftir varnarliðið. Það eru slæm skipti. Bandaríkjamenn ákváðu sjálfir að fara héðan og þeir gátu ekki farið með mannvirkin með sér. Þeir urðu að skilja þau eftir og höfðu enga stöðu til þess að biðja um greiðslu fyrir þau. Íslendingar áttu því að gera kröfu til þess að Bandaríkjamenn hreinsuðu upp eftir sig. Það veit enginn hvað hreinsun á Keflavíkurflugvelli kostar. Það geta verið mjög háar upphæðir.
Engar varnir í landinu
Aðalatriðið í nýafstöðnum samningaviðræðum eru þó varnir landsins. Þær verða engar. Herinn er farinn og eftir stendur aðeins í samkomulaginu við Bandaríkin, að þeir muni senda herlið hingað, ef á þarf að halda vegna einhverrar ógnar.Allir vita, að með nútíma tækni geta erlendir hryðjuverkamenn verið komnir hingað fyrirvaralaust og jafnvel erlendir herir. Bandaríkjamenn verða ekki komnir hingað nægilega fljótt, ef slíkt ástand skapast. Það er lítið gagn í óljósu ákvæði um einhverja bandaríska varnaráætlun sem enginn veit um nema ef til vill 2 ráðherrar. Nær hefði verið að semja við NATO um stöðugt eftirlit hér á landi með herflugvélum og öðrum viðbúnaði. Skuldbinding Bandaríkjanna um að verja Ísland felur lítið meira í sér en skuldbinding NATO um að verja þau aðildarríki,sem á er ráðist.
Björgvin Guðmundsson
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|