Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Þjóðaratkvæði um uppboð eða 15 ára leigutíma

miðvikudagur, 15. júní 2011

Frumvörp sjávarútvegsráðherra um breytingar á kvótakerfinu hafa nú verið lögð fram á alþingi.Fréttir,sem borist höfðu um frumvörpin, hafa staðist.Þetta eru handónýt frumvörp og alls ekki í samræmi við stefnu stjórnarflokkanna í þingkosningunum eða í stjórnarsáttmála. Fyrningarleið Samfylkingar og VG hefur verið ítt út af borðinu. Í staðinn er komin tillaga um að afhenda útgerðarmönnum megnið af veiðiheimildunum (í byrjun 92%) til leigu í 15 ár með möguleika á 8 árum til viðbótar.Hreyfingin hefur lagt fram frumvarp á alþingi um,að allar veiðiheimildir verði boðnar upp á markaði.Forsætisráðherra hefur áður hreyft þeirri hugmynd að leggja ætti kvótamálið í þjóðaratkvæðagreiðslu.Tel ég,að best væri að leggja báðar leiðirnar undir þjóðina, leið ríkisstjórnarinnar og leið Hreyfingarinnar. Þjóðin hefði þá skýra valkosti og gæti valið um það hvort hún vildi,að aflaheimildir væru boðnar upp á uppboðsmarkaði eða leigðar handhöfum kvótanna í 15-23 ár. Ég tel betra að bjóða aflaheimildirnar upp.Það er réttlátari leið.Hún gefur nýjum aðilum meiri möguleika en núverandi handhafar kvótanna hafa samt sömu möguleika að bjóða í veiðiheimildir. Að sjálfsögðu þyrfti reglur um það hvað hver mætti bjóða í mikið af veiðiheimildum, þar eð enginn mætti kaupa of mikið.Ég hefði talið fyrningarleiðina besta kostinn en úr því að ríkisstjórnin og útgerðin eru sammála um að vera á móti henni er uppboðsleiðin eina færa leiðin.Uppboðsleiðin mundi einnig gefa eiganda kvótanna,þjóðinni,mikið meiri tekjur.Það má segja,að með uppboðsleið fengi þjóðin sannvirði í leigu fyrir afnot útgerðar af sjávarauðlindinni. Það er kominn tími til, að svo verði eftir að útgerðarmenn hafa haft kvótana á leigu í langan tíma,fyrst frítt og síðan fyrir mjög lágt gjald. Mikil óánægja með frumvörpin Mikil óánægja er með kvótafrumvörp sjávarútvegsráðherra. Bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar eru óánægðir og að sjálfsögðu LÍÚ og útgerðin,sem vill engar breytingar á kvótakerfinu.Það sem þingmenn eru einkum óánægðir með, er að sjávarútvegsráðherra verði veitt of mikið vald en einnig er óánægja með að banna eigi varanlegt framsal aflaheimilda.Þá er óánægja með bann á veðsetningum aflaheimilda.Nokkrir stjórnarliðar telja leigutímann,15 ár, of langan. Nokkuð almenn ánægja er með, að skýr ákvæði eru í kvótafrumvarpinu um eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni.Einnig er nokkuð almenn samstaða um nauðsyn þess að hækka gjald fyrir afnot auðlindarinnar. Margir telja,að hækkunin hefði mátt vera meiri.Skiptar skoðanir eru um pottana. Gert er ráð fyrir aukningu í strandveiðum og auknum heimildum í byggðatengdum aðgangi að veiðiheimildum.Allir kvótahafar eiga að leggja til í potta vegna framangreindra veiða.Sennilega mun þingið draga úr valdi sjávarútvegsráðherra við stjórn á pottunum. Ég tel eðlilegt,að svo verði gert. Ef til vill mætti fá sveitarfélögunum vald yfir pottunum í staðinn. LÍÚ hamast á móti LÍÚ hefur hamast gegn frumvörpum sjávarúvegsráðherra. Það er spurning hvort samtökin hefðu nokkuð látið verr gegn fyrningarleiðinni.Ég efast um það. Í rauninni er alveg sama hvaða leið ríkisstjórnin hefði komið með í kvótamálum.Útgerðarmenn hefðu alltaf lagst gegn þeirri leið. Þeir vilja óbreytt kerfi og engar breytingar.Mistök ríkisstjórnarinnar voru þau að ráðgast um of við LÍÚ og að taka of mikið tillit til óska samtakanna.Þó ríkisstjórnin hafi algerlega gefist upp á fyrningarleiðinni og boðið útgerðarmönnum á silfurfati 15-23 ja ára nýtingarrétt breytir það engu um afstöðu LÍÚ.Nú er það aðeins þjóðin,sem getur skorið úr um það hvað leið á að fara í kvótamálunum.Það verður að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið og ég vona,að í þeirri atkvæðagreiðslu muni verða samþykkt að setja aflaheimildirnar á uppboðsmarkað.Það er réttlátasta leiðin úr því sem komið er. Björgvin Guðmundsson Birt í Mbl. 15.júní 20111


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn