Össur Skarphéðinsson,formaður Samfylkingarinnar,hefur skýrt frá því,að hann ætli að leggja til á Alþingi,að rannsakað verði hvernig ákvörðun um stuðning Íslands við árás á Írak var tekin. Hefur hann sagt,að annað hvort megi skipa sérstaka rannsóknarnefnd í þessu skyni á Alþingi eða láta utanríkismálanefnd rannsaka málið. Samfylkingin leitar samstöðu með öðrum stjórnarandstöðuflokkum um málið.
Ákvörðun tekin utan stjórnar
Það hefur komið fram áður,að mál þetta var hvorki lagt fyrir utanríkismálanefnd né Alþingi. En svo virðist sem málið hafi heldur ekki verið afgreitt í ríkisstjórn. En hvar var það þá afgreitt? Svar: Ákvörðun mun hafa verið tekin utan ríkisstjórnarinnar í tveggja manna tali forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Slík ákvörðun í þessu mikilvæga máli er kolólögleg.Það eru skýr ákvæði um það, að öll mikilvæg utanríkismál á að leggja fyrir utanríkismálanefnd. Og með því,að hér var um algera stefnubreytingu að ræða í utanríkismálum átti að leggja málið fyrir Alþingi.
Hér er um alvarlegt brot að ræða hjá umræddum tveimur ráðherrum.Þeir verða að axla ábyrgð á því broti.Engin gereyðingarvopn hafa fundist í Írak og fram hefur komið að gögnin,sem Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna lagði fyrir Öryggisráð Sþ., voru fölsuð.
Björgvin Guðmundsson
"Ákvörðun mun hafa verið tekin utan ríkisstjórnarinnar í tveggja manna tali forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Slík ákvörðun í þessu mikilvæga máli er kolólögleg.Það eru skýr ákvæði um það, að öll mikilvæg utanríkismál á að leggja fyrir utanríkismálanefnd. Og með því,að hér var um algera stefnubreytingu að ræða í utanríkismálum átti að leggja málið fyrir Alþingi."
|