Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Nýtt neysluviðmið:Lífeyrir aldraðra alltof lágur

fimmtudagur, 24. febrúar 2011

Velferðarráðuneytið hefur birt nýtt neysluviðmið,sem unnið var á vegum ráðuneytisins.Samkvæmt því er dæmigert neysluviðmið fyrir einstakling 292 þús. kr. á mánuði.Húsnæðiskostnaður er inni í þeirri tölu en ekki skattar.Athyglisvert er, að þessi tala er nokkurn veginn samhljóða tölu Hagstofunnar yfir meðaltalsútgjöld   fyrir einhleypinga  en samkvæmt niðurstöðu neyslukönnunar, sem Hagstofan birti í desember sl. er meðalneysla einhleypinga 290 þús.kr. á mánuði ( Framreiknað samkvæmt vísitölu neysluverðs frá því könnunin var gerð).Engir skattar eru inni í þeirri tölu.Það hefði því ekki þurft að kanna sérstaklega neysluviðmið heldur hefði mátt styðjast við neyslukönnun Hagstofunnar.Könnun á neysluviðmiði staðfestir  neyslukönnun Hagstofunnar  og ættu þessar kannanir því að vera réttur grundvöllur fyrir ákvörðun lífeyris aldraðra og öryrkja.Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík hafa ályktað,að  lífeyrir aldraðra einhleypinga eigi að vera sem svarar meðaltalsútgjöldum einhleypinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.Væntanlega mun velferðarráðuneytið ekki draga það lengi að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja í samræmi við nýjar kannanir Hagstofu og ráðuneytis  um neysluútgjöld og  neysluviðmið  nú þegar allar tölur liggja fyrir.
Lífeyrir aðeins rúmlega helmingur neysluútgjalda.
Í dag er hæsti lífeyrir einhleypra eldri borgara hjá almannatryggingum 159 þús. kr. á mánuði eftir skatta(lágmarksframfærslulífeyrir).Það er sambærileg tala og 290 þús. kr samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar,þar eð engir skattar eru þar reiknaðir með.Það vantar því 131 þús. kr. á mánuði til þess að lífeyrir aldraðra nái  neyslukönnun Hagstofunnar.Af þessu sést hve langur vegur er frá því að lífeyrir aldraðra hjá almannatryggingum dugi fyrir sómasamlegri framfærslu.Það er engin leið að lifa með reisn af þeirri hungurlús,sem bætur aldraðra hjá almannatryggingum eru.En auk þess er rétt að hafa í huga, að það er aðeins lítill  hópur eldri borgara,sem fær 159 þús kr. á mánuði (einhleypingar) eftir skatta,aðeins þeir,sem hafa ekkert frá lífeyrissjóði og engar aðrar tekjur en frá TR.Aðrir hafa mun lægri lífeyri frá almannatryggingum. Ríkisstjórnin ætti strax að sjá sóma sinn í því að hækka myndarlega lífeyri aldraðra og öryrkja nú þegar neysluviðmið liggur fyrir og í ljós hefur komið,að það er samhljóða neyslukönnun Hagstofunnar.
Ríkið ræður við hækkun lífeyris
Þegar rætt er um hækkun lífeyris er því ávallt borið við, að fjárhagur ríkissjóðs sé erfiður um þessar mundir.En þetta er aðeins spurning um forgangsröð. Ríkisstjórnin hefur veitt miklum fjárhæðum til banka og sparisjóða til þess að endurreisa þá og meira að segja veitti ríkissjóður 12 milljörðum til endurreisnar Sjóvá.Það var nauðsynlegt að endurreisa bankana og leggja fjármuni fram í því skyni en meiri spurning er um nauðsyn þess að ríkið leggi mikla fjármuni í endurreisn sparisjóðanna og ég set spurningamerki við það hvort leggja hefði átt fjármuni í endurreisn Sjóvá. Alla vega tel ég,að röðin sé komin að eldri borgurum.Það er tímabært að ríkisstjórnin rétti myndarlega við kjör eldri borgara og öryrkja og hækki lífeyri upp í það,sem neyslukönnun Hagstofunnar segir til um. Ekki dugar lengur að hækka lífeyrinn um einhverja hungurlús.Ef ríkisstjórnin vill standa við kosningaloforðin um að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi verður hún að stíga þetta skref.
 
Björgvin Guðmundsson

 




N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn