Þórólfur Árnason borgarstjóri sat fyrir svörum í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkveldi,4.nóvember.Rætt var um olíumálin. Stóð Þórólfur sig mjög vel. Skoðanakönnun fór fram á meðan á þættinum stóð.Spurt var hvort menn vildu hafa Þórólf áfram sem borgarstjóra. 2000 svöruðu. 65 % sögðu já,vildu hafa Þórólf áfram en 35 % sögðu nei.Urðu stjórnendur þáttarins mjög hissa á niðurstöðunni.
Stjórnendur þáttarins,Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Þórhallur Gunnarsson,veittust með mikilli hörku að Þórólfi í þættinum.Gripu þau hvað eftir annað fram í hjá Þórólfi þannig ,að hann gat varla tjáð sig.Kvæstu þau upp í Þórólf og æptu: Af hverju segirðu ekki af þér. Þetta endurtóku þau hvað eftir annað og var engu líkara en þau væru að neyða hann til þess að segja af sér í beinni útsendingu.
Spurningin er þessi: Mundu þau haga sér svona við aðra háttsetta embættismenn og stjórnmálamenn,t.d. ráðherra.T.d. liggur það fyrir,að forsætisráðherra og utanríkisráðherra brutu lög,þegar þeir létu Ísland lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak.Þeir lögðu málið hvorki fyrir ríkisstjórn né alþingi og ekki fyrir utanríkismálanefnd.Eiga þeir ekki að segja af sér af þeim sökum? Mundu þau Jóhanna og Þórhallur haga sér eins við þessa menn í sjónvarpsþætti og krefjast þess með frekju að þeir segðu af sér? Gaman væri að fá svar við því.
Björgvin Guðmundsson
|