Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Frekja sjónvarpsmanna við Þórólf

föstudagur, 5. nóvember 2004

 

 

Þórólfur Árnason borgarstjóri sat fyrir svörum í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkveldi,4.nóvember.Rætt var um olíumálin. Stóð Þórólfur sig mjög vel. Skoðanakönnun fór fram á meðan á þættinum stóð.Spurt var hvort menn vildu hafa Þórólf áfram sem borgarstjóra. 2000 svöruðu. 65 % sögðu já,vildu hafa Þórólf áfram en 35 % sögðu nei.Urðu stjórnendur þáttarins mjög hissa á niðurstöðunni.

 Stjórnendur þáttarins,Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Þórhallur Gunnarsson,veittust með mikilli hörku að Þórólfi í þættinum.Gripu þau hvað eftir annað fram í hjá  Þórólfi þannig ,að hann gat varla tjáð sig.Kvæstu þau upp í Þórólf og  æptu: Af hverju segirðu ekki af þér. Þetta endurtóku þau hvað eftir annað  og var engu líkara en þau væru að neyða hann til þess að segja af sér í beinni útsendingu.

Spurningin er þessi: Mundu þau haga sér svona við aðra háttsetta embættismenn og stjórnmálamenn,t.d. ráðherra.T.d. liggur það fyrir,að forsætisráðherra og utanríkisráðherra brutu lög,þegar þeir létu Ísland  lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak.Þeir lögðu málið hvorki fyrir ríkisstjórn né alþingi og ekki fyrir utanríkismálanefnd.Eiga þeir ekki að segja af sér af þeim sökum? Mundu þau Jóhanna og Þórhallur haga sér eins við þessa menn í sjónvarpsþætti og krefjast þess með frekju að þeir segðu af sér? Gaman væri að  fá svar við því.

 

Björgvin Guðmundsson

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn