Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Burt með ójöfnuð og misskiptingu

laugardagur, 9. desember 2006



Um hvað verður kosið í næstu þingkosningum? Að mínu mati verður kosið um aukinn ójöfnuð í þjóðfélaginu,aukna misskiptingu og skattaáþján hinna lægst launuðu.Það verður kosið um kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja síðustu 12 árin.Virtir fræðimenn,Þorvaldur Gylfason prófessor og Stefán Ólafsson prófessor hafa sýnt fram á það með tölum, að ójöfnuður hefur aukist mikið í þjóðfélaginu á undanfarandi áratug, þ.e. á valdatíma núverandi stjórnarflokka. Ójöfnuður hefur ekki aukist eins mikið í neinu öðru landi Vestur-Evrópu.Þetta er til skammar fyrir Ísland. Áður en núverandi stjórnarflokkar tóku við völdum var ójöfnuður tiltölulega lítill hér á landi og Ísland gat státað af því meðal þjóðanna, að jöfnuður væri mikill hér. En Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum hefur tekist á rúmum áratug að gerbreyta þjóðfélaginu í þessu efni. Og hvernig hefur þetta gerst. Jú, þetta hefur einkum gerst á eftrifarandi hátt: Ranglátt kvótakerfi hefur fært gífurleg verðmæti til tiltölulega fárra í þjóðfélaginu.Skattastefnan hefur lækkað skatta á þeim ríkustu en hækkað þá á þeim lægst launuðu.Raunar hafa skattar hækkað á 90% skattgreiðenda.Skattar hafa hækkað á öldruðum. Aldraðir og öryrkjar hafa verið sviknir um réttmætar kjarabætur. Kjör þeirra hafa versnað í samanburði við kjör láglaunafólk. Því var lofað 1995, þegar sjálfvirk tengsl milli lífeyris þessa fólks og lágmarkslauna voru rofin, að sú breyting mundi ekki skerða kjör þeirra en það var svikið. Á þeim tíma, sem liðinn er síðan hafa 40-50 milljarðar verið hafðir af öldruðum og öryrkjum.Það er krafa aldraðra og öryrkja, að þeim verði skilað því, sem af þeim hefur verið haft,einnig þeim fjármunum,sem
þeir áttu að fá til framkvæmda úr framkvæmdasjóði aldraðra en ríkisvaldið hefur tekið úr sjóðnum til eyðslu.

35 milljarðar hafðir af skattgreiðendum

Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 130 þúsund á mánuði en þau eru nú tæp 80 þúsund og verða 90 þúsund á mánuði frá næstu áramótum. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður segir,að þetta muni 35 milljörðum. Ríkisstjórnin hefur sem sagt haft 35 milljarða af skattgreiðendum með því að láta skattleysismörkin ekki fylgja launavísitölu eins og eðlilegt hefði verið. Árið 1995 nam tekjuskattur einstaklinga 10% þjóðarframleiðslunnar en árið 2003 var þetta hlutfall komið í 14,9%. Stefán Ólafsson prófessor hefur kannað hvernig skattbyrði fólks með mismunandi tekjur hefur breytst á tímabilinu 1994-2004.Eftirfarandi kemur í ljós: Skattbyrði tekjulægstu 10%( fjölskyldna), þ.e. með meðaltekjur 163 þúsund á mánuði hefur aukist um 14% á þessu tímabili (í % stigum).Skattbyrði næstu 10% með meðaltekjur 244 þúsund á mánuði hefur aukist um 15%. Og skattbyrði þar næstu 10%,með meðaltekjur 308 þúsund á mánuði hefur aukist um 11,7%. En skattbyrði tekjuhæstu 10% hefur minnkað um 3,3% eða um 464 þúsund á ári. Skattbyrði tekjulægstu 10% hefur aukist um 275 þúsund á ári. Þessar tölur tala sínu máli. Skattbyrði þeirra lægst launuðu hefur stóraukist á sama tíma og skattbyrði þeirra tekjuhæstu hefur stórlækkað. Samtímis hefur skattur á fyrirtækjum verið lækkaður eða í 18% en skattur á einstaklingum er 36%. Það sýnir í hnotskurn stefnu ríkisstjórnarinnar: Launafólk er skattpýnt en fyrirtækjum hlíft í sköttum.Græðgisstefnan hefur verið allsráðandi en félagshyggja á undanhaldi.
Það er kominn tími til þess að koma ríkisstjórn ójafnaðar,misskiptingar og skattpíningar frá völdum.

Björgvin Guðmundsson

Birt í Morgunblaðinu 9.desember 2006

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn