Hagstofan birti nýja neyslukönnun um útgjöld heimilanna 15.desember 2006. Samkvæmt henni nema neysluútgjöld einstaklinga ( meðaltal) 210.484 krónum á mánuði. ( Bætt hefur verið við 9,1% hækkun vísitölu neysluverðs frá 2005).
Hér er um að ræða könnun sem var gerð 2005 fyrir tímabilið 2003-2005. Fyrri könnun var fyrir tímabilið 2002-2004.
Ljóst er af þessum nýju tölum, að krafa kjaranefndar FEB um hækkun lífeyris aldraðra einstaklinga,sem ekki eru í lífeyrissjóði, í 160 þúsund á mánuði um næstu áramót er þegar orðin úrelt. Hækkunin þyrfti að vera mikið meiri.
|