Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Áfram vaxtaokur á Íslandi

mánudagur, 2. apríl 2007

Seðlabankinn tilkynnti í gær,að stýrivextir yrðu óbreyttir,14,25%. Munu þetta vera hæstu stýrivextir  í Evrópu.Viðskiptabankarnir nota þessa stýrivexti sem skálkaskjól fyrir því að halda vöxtum sínum í hámarki og okra á viðskiptamönnum sínum.Sumir viðskiptabankanna eiga orðið banka erlendis og geta fengið næga fjármuni frá erlendum  bönkum á lágum vöxtum, þannig að það stenst ekki að háir vextir viðskiptabankanna séu vegna hárra stýrivaxta Seðlabankans.Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína 18 sinnum frá því í mai 2004. Þetta mun einsdæmi í Evrópu.Árið 2004 voru vextirnir 5,3%.

 

   Vonlaus barátta Seðalbankans 

 

Barátta Seðlabankans við verðbólguna virðist vonlaus eða vonlítil .Þetta er eins og barátta við vindmillur.Samkvæmt venjulegu hagfræðilögmáli eiga háir vextir að draga úr þenslu og verðbólgu. En svo virðist sem það   úrræði dugi ekki nema takmarkað á Íslandi. Íslenska hagkerfið er um margt sérstakt. Háir vextir hér á landi fara beint út í verðlagið og hækka vöruverð og þannig verka vextirnir á móti verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Krónan hefur að vísu styrkst vegna vaxtahækkana Seðlabankans. Af þessum sökum hefur mikil  eftirspurn  verið eftir krónubréfum ( skuldabréfum) erlendis. En vegna þess hve ótryggt ástand er hér í efnahagsmálum og vegna aukins  óstöðugleika munu eigendur krónubréfanna trúlega losa við við þessi bréf síðar á þessu ári. Þegar það gerist mun íslenska krónan kolfalla og valda mikilli verðbólgu. Seðlabankinn getur ekkert ráðið við það. Það er mikil spurning hvort nokkur þörf er fyrir Seðlabankann.

 

 Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn