Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Staða aldraðra á Íslandi mjög slæm

föstudagur, 3. apríl 2015

Ef við lítum á kjör og aðstöðu eldri borgara hér á landi í dag kemur í ljós,að staða aldraðra á Íslandi er mjög slæm.. Kjörin eru almennt svo lág,að ekki er unnt að lifa mannsæmnandi lífi af þeim.Við það bætist,að staða sjúkra eldri borgara er algerlega óásættanleg.Þeir verða að bíða mánuðum saman eftir að komast á hjúkrunarheimili.Og þegar þeir loks komast þar inn eru heimilin stórlega undirmönnuð vegna fjárskorts.Sama er að segja um heimahjúkrun.Þó stjórnmálmenn tali um að efla heimahjúkrun, fylgja ekki athafnir orðum þeirra. Það er ekkert gert til þess að efla hjúkrun í heimahúsum.Heimahjúkrun er einnig stórlega undirmönnuð. Eldri borgurum naumt skammtað Ráðamenn þjóðarinnar ætlast til þess að einhleypur ellilífeyrisþegi,sem hefur engar greiðslur úr lífeyrissjóði og einungis lífeyri frá almannatryggingum, lifi af 192 þús. kr.á mánuði eftir skatt.En samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar,sem birt var,eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu 321 þús kr.á mánuði.Engir skattar eru þar meðtaldir.Allir sjá hvílík gjá er þarna á milli.Dæmið gengur einfaldlega ekki upp með 192 þús. kr. á mánuði eftir skatt.Ef sami ellilífeyrisþegi hefði 70 þús. kr.á mánuði úr lífeyrissjóði hefði hann aðeins lítið meira í heildartekjur vegna mikillar skerðingar TR.Það er líkast eignaupptöku,þar eð sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum eiga þann lífeyri,sem þeir hafa lagt fyrir.En samt skerðir TR tryggingabætur um 40 þús. kr.á mánuði beinlínis vegna greiiðslunnart úr lífeyrissjóði.(Ellilífeyrisþegi í hjónabandi eða sambûð hefur aðeins 172 þús kr á mánuði frá TR.Engar aðrar tekjur.) Neikvæð afstaða stjórnvalda til aldraðra Afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja er mjög neikvæð hér á landi.Á hinum Norðurlöndunum ræða stjórnvöld og samtök eldri borgara saman um það hvað unnt sé að gera til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara.Hér á landi stinga stjórnvöld kröfum og ályktunum eldri borgara undir stól og hafa engan áhuga á að ræða málin.Mannréttindi eru einnig ítrekað brotin á öldruðum og öryrkjum hér .Í lögum um málefni aldraðra segir,að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegnaþjóðfélagsins. En þetta lagaákvæði er þverbrotið.Rannsóknir leiða í ljós,að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra,sem yngri eru.Í launa-og kjaramálum hafa eldri borgarar sætt annari meðferð en launþegar.Kjörum eldri borgara hefur verið haldið niðri og þau skert á sama tíma og Láglaunafólk hefur fengið kjarabætur.Embættismenn og alþingismenn hafa fengið leiðréttingu á sínum kjörum afturvirkt á sama tíma og kjör aldraðra hafa verið fryst. Eldri borgurum hefur verið mismunað freklega.Mannréttindi hafa ítrekað verið brotin á þeim Björgvin Guðmundsson form. kjaranefndar Félags eldri borgara Birt í Fréttablaðinu 3.mars 2015


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn