Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Kosningarnar voru sigur félagshyggjuaflanna

miðvikudagur, 17. júní 2009

Samfylkingin getur vel  unað  við úrslit þingkosninganna. 25.apríl sl. Hún er orðin stærsti flokkur landsins og hefur ásamt VG hreinan meirihluta á aþingi. Félagshyggjumenn,jafnaðarmenn. hafa í fyrsta sinn á lýðveldistímanum slikan meirihluta á alþingi.Ég tel,að Samfylkingin hafi fengið góða kosningu vegna  þess að fólk treysti henni best til þess að standa vörð um velferðarkerfið og það treystir Jóhönnu til þess. Þetta eru einnig skýr skilaboð um það,að fólk vill,að þessir flokkar vinni  saman,Samfylking og VG. Hins vegar er ég ekki þeirrar skoðunar,að úrslit kosninganna hafi verið einhver sérsök skilaboð um það að Ísland eigi að ganga í ESB.Úrslitin fyrir Samfylkinguna nú eru svipuð og í tvennum síðustu kosningum Þó var ESB ekki á dagskrá 2003 og 2007. Samfylkingin fékk 31% atkvæða 2003,hún fékk 26,8% 2007 og  29,8% nú.Þetta eru  allt  svipuð úrslit .Að vísu fær Samfylkingin nú 3 prósentustigum meira en 2007 og bætir við sig 2 þingmönnum. ESB sinnar  í Samfylkingunni túlka þetta sem stuðning við ESB. Ég túlka þetta sem stuðning við velferðarstefnu  Samfylkingarinnar.Ef við fáum góðan samning í sjávarútvegsmálum tel ég,að við eigum að ganga í ESB annars ekki.

Hafa ber í huga,þegar  kosningaúrslitin nú  eru skoðuð,að Samfylkingin var í ríkisstjórn,þegar bankarnir hrundu.Samfylkingin bar því vissa ábyrgð á hruninu enda þótt ábyrgð Sjálfstæðisflokksins sé mikið meiri eftir 18 ára valdasetu í ríkisstjórn.En Ingibjörg Sólrún þá formaður Samfylkingarinnar sleit i raun  stjórninni  eftir hrunið með því að setja fram þá kröfu við samstarfsflokkinn, að Samfylkingin fengi forsætisráðuneytið. Síðan leiddi Ingibjörg Sólrún Jóhönnu Sigurðardóttur til valda sem forsætisráðherra. Þetta voru mikil gæfuspor hjá Ingibjörgu Sólrúnu,  þ.e. að slíta stjórninni og gera Jóhönnu að forsætisráðherra.Samfylkingin varð við kröfu Búsáhaldabyltingarinnar um stjórnarslit og nýjar kosningar.Samfylkingin uppskar   fyrir allt þetta í nýafstöðnum kosningum.

Stjórnin með Sjálfstæðisflokknum var mistök

Ég tel,að stjórnarsamvinna Samfylkingar og milli  Samfylkingar og VG. Flokkarnir eru alveg samstíga í velferðarmálum. Það er lítilsháttar ágreiningur í umhverfis-og stóriðjumálum en sá ágreiningur er ekki meiri en sá ágreiningur sem ríkir um þessi mál innan Samfylkingarinnar.A'ðalágreiningsmálið er afstaðan   til ESB.En um leið og það mál er leyst er í raun enginn ágreingur milli Samfylkingar og VG og þá er unnt að sameina flokkana.Að því ber að stefna.

Auka þarf jöfnuð í þjóðfélaginuSjálfstæðisflokks í mai 2007 hafi verið mistök.Þetta var fyrsta stjórnarþátttaka Samfylkingarinnar  eftir stofnun  flokksins og með tilliti til þess,að Samfylkingin var stofnuð til höfuðs Sjálfstæðisflokknum var það alveg út í hött að byrja á því að  mynda stjórn með höfuðandstæðingnum.Ég skrifaði um það strax eftir kosningar  2007að mynda ætti félagshyggjustjórn.En ég talaði fyrir daufum eyrum. Samfylkingin vildi ekki í stjórn með Framsókn en hún vild i stjórn með Sjálfstæðisflokknum!. Mér fannst einnig stjórnaráttmálinn  of máttlaus,og of lítið af stefnumálum jafnaðarmanna  þar.Þetta hefur Ingibjörg Sólrún  óbeint viðurkennt. En þetta er liðin tíð.. Nú þarf að horfa fram á veginn.Ef  stjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri grænna gengur vel  gæti það orðið upphafið  að frekara samstarfi og jafnvel samruna þessara flokka. Það er tímaskekkja,að jafnaðarmenn séu í tveimur flokkum.Þeir eiga að vera í einum flokki. Það er enginn  teljandi ágreiningur í innanlandsmálum

Þau mál,sem  ríkisstjórn Samfylkingar og VG . þarf að vinna að eru þessi: Aukinn jöfnuður í þjóðfélaginu og útrýming fátæktar. Réttlát skattalöggjöf.Hækka þarf skatta á hátekjufólki og lækka  af lágum og meðaltekjum.Hækka þarf fjármagnstekjuskatt en jafnframt að ´ákveða að  vextir af   litlum sparnaði ( 3-5 millj.) verði skattfrjálsir. Gera þarf auknar ráðstafanir til þess að koma heimilunm  í gegnum kreppuna. Fella þarf strax niður hluta   húnsæðisskulda hjá þeim,sem rísa ekki undir að greiða af skuldum sínum..Reisa þarf atvinnulífið við. Bankarnir verði áfram að mestu leyti í eigu ríkisins. Til  álita kemur að einkaaðilar eignist hlut ( minnihluta) í bönkunum en ekki kemur til greina að einkavæða bankana á ný. Sporin hræða í því efni.Bæta  þarf kjör aldraðra og öryrkja. Afnema ber í áföngum skerðingu tryggingabóta vegn  tekna úr lífeyrissjóði. Hækka þarf frítekjumark vegna fjármagnstekna svo þær skerði ekki tryggingabætur jafnmikið og nú.Og síðast en ekki síst þarf að innkalla allar veiðiheimildir á 20 árum og úthluta þeim á ný á réttlátan hátt svo nýliðar komist  að í greininni og sjávarbyggðir út um land verði ekki afskiptar. Verkefnin eru næg.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu í mai



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn