Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Velferðarkerfið hér hefur dregist aftur úr

þriðjudagur, 16. janúar 2007

Prófessorar við Háskóla Íslands eru ekki á eitt sáttir um misskiptinguna og ójöfnuðinn í íslensku þjóðfélagi .Þeir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason hafa sýnt fram á það, að ójöfnuður hafi aukist mikið hér á landi síðustu 12-13 árin. Þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Ragnar Árnason komast að annarri niðurstöðu. Þeir segja,að ójöfnuður hafi ekki aukist.

 VELFERÐARKERFIÐ HEFUR DREGIST AFTUR ÚR

Stefán Ólafsson prófessor hefur rannsakað þróun velferðarkerfisins á Íslandi. Niðurstaða þeirra rannsókna er sú, að velferðarkerfið á Íslandi hafi dregist aftur úr velferðarkerfinu á hinum Norðurlöndunum. Ísland býður ekki öldruðum,sjúkum og atvinnulausum jafn góð kjör og hin Norðurlöndin gera. Tekjutengingar og skerðingar á lífeyri vegna atvinnutekna eru hér mun meiri en þar. Í Svíþjóð eru engar skerðingar á lífeyri vegna atvinnutekna. Ísland hefur fjarlægst velferðarkerfi Norðurlanda og nálgast óðfluga kerfið í Bandaríkjunum en þar er það einna verst og misskipting mest. Stefán Ólafsson hefur einnig sýnt fram á það ,að tekjuskattar hafa þyngst á þeim lægst launuðu undanfarin ár en minnkað á þeim hæst launuðu. Þetta er einkum vegna þess,að skattleysismörkin hafa ekki fylgt launavísitölu. Ef svo hefði verið frá 1988 væru skattleysismörkin í dag 136 þúsund krónur á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund.Skattar á þeim hæst launuðu hafa meðvitað verið lækkaðir.

 

ÓJÖFNUÐUR EINNA MESTUR HÉR

Þorvaldur Gylfason prófessor bað ríkisskattstjóra á síðasta ári að reikna út Gini stuðul fyrir Ísland frá 1993. Gini stuðull er mælikvarði á miskiptingu tekna milli manna og er reiknaður úr gögnum um neysluútgjöld heimila eða tekjur, ýmist samkvæmt neyslukönnunum eða skattframtölum og tekur í minnsta lagi gildið 0, ef allir hafa sömu tekjur eða neyslu (fullkominn jöfnuður) og í mesta lagi 100, ef allar tekjur og neysla falla einum manni í skaut (fullkominn ójöfnuður).Niðurstaða ríkisskattstjóra var sú, að ójöfnuður hefur aukist mikið hér á landi á tímabilinu 1993-2005.Gini stuðullin hefur hækkað um 1  stig á hverju ári frá 1993 eða um 12  stig í 36  stig árið 2005. Í Danmörku er Gini stuðullinn aðeins 25 stig. Niðurstaða ríkissskattstjóra í þessu efni liggur fyrir. Það þýðir ekki að deila við dómarann.

MARKMIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS HAFA NÁÐST

Það er engin tilviljun, að ójöfnuður hér á landi hefur aukist á því tímabili sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd.Áður en Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda var jöfnuður hér svipaður og á hinum Norðurlöndunum. Það hefur verið markmið Sjálfstæðisflokksins að bæta hag atvinnurekenda og fjármagnseigenda. Þessu markmiði hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð.Hitt er undarlegra, að Framsóknarflokkurinn skuli hafa stutt þessa stefnu misskiptingar og ójafnaðar. Framsókn hefur í því efni gengið gegn upphaflegri stefnu og þess vegna hefur fylgið hrapað hjá flokknum.

 

 Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu 10.febrúar 2007



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn