|
Ríkisstjórnin svíkur kosningaloforðþriðjudagur, 2. desember 2003
|
Fyrir síðustu alþingiskosningar gaf ríkisstjórnin mörg og kostnaðarsöm kosningaloforð. Það lá mikið við. Skoðanakannanir bentu til þess,að ríkisstjórnin væri fallin og því voru öll ráð notuð til þess að rétta stöðuna við.Stærstu kosningaloforðin voru loforð um skattalækkanir en einnig voru stór loforð gefin um gerð jarðganga,aðgerðir í húsnæðismálum,úrbætur í málefnum aldraðra og öryrkja o.fl. o.fl. Talsmenn ríkisstjórnarinnar sögðu,að staðið yrði við kosningaloforðin. Þau yrðu efnd.Kjósendur munu því fylgjast vel með því ,að staðið verði við öll kosningaloforðin ,sem ríkisstjórnin gaf í kosningabaráttunni. Nú hefur ríkisstjórnin svikið fyrsta kosningaloforðið. Hún lofaði því,að gerð yrðu jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar,Héðinsfjarðargöng á ákveðnum tíma.Frambjóðendur stjórnarflokkanna lögðu mikla áherslu á mikilvægi þessa verks.Þeir kváðu það arðbært og sögðu það lið í byggðastefnu. Siglfirðingar væntu mikils af þessum jarðgöngum. Var talið að göngin mundu efla Siglufjörð verulega en ástandið þar hefur ekki verið of gott í atvinnumálum.Einnig var talið að jarðgöngin yrðu lyftistöng fyrir Ólafsfjörð.Gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar var boðin út fyrir kosningar til þess að sýna að staðið yrði við þetta kosningaloforð.Byrja átti strax á verkinu eða í síðasta lagi næsta ár og ljúka því 2006.Hefði það skapað mikla atvinnu strax. En í byrjun júlí tilkynnir samgönguráðherra skyndilega,að ákveðið hafi verið að hafna öllum tilboðum í verkið og slá því á frest " vegna stöðugleikans",þ.e. til þess að tryggja stöðugleikann í efnahagsmálum! Hvað hafði breytst í því efni á tæpum 2 mánuðum? Ekkert hafði breytst. Ástand og horfur í efnahagsmálum eru nákvæmlega eins nú og fyrir kosningar. Það var vitað fyrir kosningar að ráðast átti í miklar framkvæmdir á Austurlandi,virkjun og byggingu álverksmiðju og að þessar framkvæmdir mundu valda ákveðinni þenslu í efnahagslífinu. Þegar loforðið um jarðgöngin var gefið, var þetta vitað. Samt er loforðið svikið og því borið við,að ekki sé unnt að ráðast í þessa framkvæmd á áður áætluðum tíma vegna hættu á þenslu! Á sömu forsendum getur ríkisstjórnin svikið önnur kosningaloforð sín svo sem um skattalækkanir og hækkun húsnæðislána. Sérfræðingar í efnahagsmálum hafa einmitt bent á,að miklar skattalækkanir gætu valdið aukinni þenslu í efnahagskerfinu. Og margir hafa bent á,að mikil hækkun íbúðalána gæti einnig valdið þenslu vegna aukinnar eftirspurnar eftir lánum og hækkunar á fasteignaverði. Svik ríkisstjórnarinnar á kosningaloforðinu um gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar á tilsettum tíma hafa gengið fram af fólki; tveir þingmenn Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hafa tilkynnt,að þeir styðji ekki ákvörðun ríkisstjórnarinnar um frestun framkvæmda.Mikil ólga er á Siglufirði út af máli þessu og óánægja er víðar í Norðausturkjördæmi vegna þessara svika.Með því að hafna öllum tilboðum,sem bárust við útboð verksins er verkið sett í uppnám og alls óvíst hvort af því verður eða hve lengi það tefst. Ljóst er að það tefst um a.m.k 3 ár.Göngin gátu verið tilbúin 2006 miðað við tilboð Íslenskra aðalverktaka,sem barst í verkið. En ljóst er nú,að þau verða í fyrsta lagi tilbúin haustið 2009,ef staðið verður við síðustu yfirlýsingar stjórnvalda. Ríkisstjórnin talaði mikið um "stöðugleikann" í efnahagsmálum fyrir síðustu kosningar. Það var hamrað á því að varðveita þyrfti stöðugleikann. Var það ekki hvað síst Framsóknarflokkurinn,sem notaði þetta slagorð óspart. En hvar er stöðugleikinn? Gengi íslensku krónunnar hefur sveiflast upp og niður á undanförnum misserum og valdið miklu óöryggi hjá útflytjendum og í ferðamannaiðnaðinum. Á einu ári hefur gengi íslensku krónunnar hækkað svo mikið gagnvart dollar,að stórskaði hefur hlotist af fyrir útflytjendur. Útflutningur að fjárhæð 100 milljónir kr. fyrir þessa gengissveiflu gerir aðeins 75 milljónir í dag. Óvíst er hvað útflutningurinn þolir lengi svona mikla breytingu til hins verra.Er þetta merki um stöðugleika? Mörg atvinnufyrirtæki hafa verið að segja upp fólki undanfarið. Það er talsvert atvinnuleysi. Ekki er langt síðan verkalýðshreyfingin varð að taka til sinna ráða til þess að að afstýra nýrri verðbólguöldu. Með skjótum aðgerðum, viðræðum við fjölmörg atvinnufyrirtæki,tókst ASÍ þá að afstýra miklum verðhækkunum og jafnvel að knýja fram vissar verðlækkanir. Á þann hátt tryggði ASÍ,að verðhækkanir héldust innan rauðu strikanna og ekki þurfti að koma til kauphækkana. Ljóst er,að lítið má út af bera í þessum efnum.Það er langt því frá,að ástandið sé stöðugt.
Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur
Birti í Morgunblaðinu 2003
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|