|
"Stuðningur Íslands við innrásina í Írak var ólögmætur"föstudagur, 11. febrúar 2005
|
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður kom á fund utanríkismálanefndar og sagði álit sitt á því hvort ákvörðun íslenskra stjórnarvalda um stuðning við innrás í Írak hefði verið lögmæt. Sagði Ragnar,að ákvörðun íslenskra stjórnvalda í þessu hefði verið ólögmæt af eftirfarandi ástæðum:Innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak naut ekki stuðnings Öryggisráðs Sþ. og var því brot á alþjóðalögum. Aðild Íslands að ólögmætri árás á annað ríki átti að ræða á alþingi og samþykkjast þar.Það var ekki gert. Stuðningur Íslands við innrásina í Írak var heldur ekki rædd í utanríkismálanefnd eins og skylt er samkvæmt lögum. Ragnar vék að áliti Eiríks Tómassonar prófessors og sagði,að hans álit hefði byggst á því,að um minni háttar utanríkismál hefði verið að ræða. En Ragnar kvaðst ósammála því,að svo hefði verið. Stuðningur Íslands við ólögmæta árás á Írak hefði verið eitt stærsta utanríkismál Íslands frá stofnun lýðveldisins. Þess vegna hefði það mál átt að fara fyrir alþingi og utanríkismálanefnd.Tveir ráðherrar gátu ekki tekið ákvörðun í svo stóru máli.
Forsætisráðherra var í viðtali við Stöð 2 hinn 9.febrúar sl. og ræddi innrásina í Írak. Þar sagði ráðherra,að vegna þrýstings frá Bandaríkjunum hefði Ísland samþykkt að vera á lista hinna staðföstu ríkja og lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak.Er þetta í fyrsta sinn,sem það kemur fram,að Ísland hafi látið undan þrýstingi Bandaríkjanna í þessu efni. Einnig kom það fram í viðtalinu,að óbein tengsl hefðu verið í máli þessu milli varnarhagsmuna Íslands ( varnarliðsins) og ákvörðunar um stuðning við innrás í Írak .Þetta er einnig í fyrsta sinn,sem það kemur opinberlega fram,að tengsl hafi verið þarna á milli. Áður hefur því alltaf verið neitað. Þá kom það einnig fram í viðtalinu við ráðherrann,að ríkisstjórnarfundur hafi staðið yfir þegar sendiherra Bandaríkjanna kom í forsætisráðuneytið til viðræðna um stuðning Íslands við innrásins. Hefði forsætisráðherra ( þá utanríkisráðhera) farið fram af fundinum til þess að fá fregnir af komu bandaríska sendiherrans og viðtali við hann.En ekki skýrði utanríkisráðherra ríkisstjórnarfundinum frá málinu þó fundur stæði yfir. Málinu var haldið leyndu fyrir ríkisstjórninni. Þá kom það fram í sjónvarpsviðtalinu,að Bandaríkin hafi í fyrstu viljað halda því leyndu hvaða ríki væru á lista hinna staðföstu ríkja og þess vegna hefði íslensku þjóðinni ekki verið skýrt strax frá málinu. M.ö.o.: Málinu var haldið leyndu fyrir íslensku þjóðinni vegna kröfu Bandaríkjanna. Steingrímur J. Sigfússon sagði á alþingi um mál þetta,að niðurlæging þjóðarinnar hefði verið alger í máli þessu. Ísland hefði farið á lista yfir þær þjóðir sem studdu innrásina en Bandaríkin hefðu ráðið því hvenær listinn var gerður opinber. Þau gátu notað nafn Íslands í þessu efni að vild.
Björgvin Guðmu | Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|