Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Öngþveiti í heilbrigðismálum

föstudagur, 16. janúar 2004

 

 

Algert öngþveiti ríkir nú í heilbrigðismálum hér á  landi. Ríkisstjórnin  hefur gefið Landspítala Háskólasjúkrahúsi  fyrirmæli um að  skera eigi niður útgjöld spítalans um  1,5 milljarð króna.  Stjórnendur Landspítalans hafa ákveðið að segja upp 200 manns til þess að mæta kröfum ríkisstjórnarinnar.M.a. er rætt um að loka geðdeild að Arnarholti og einnig deild fyrir aldraða á Landakoti. Ríkisstjórnin er  búin að gleyma loforðum sínum um að  bæta aðstöðu aldraðra.

 

   EKKI FRAMKVÆMANLEGT

 

Þeir, sem best þekkja til starfsemi Landspítalans segja,að ekki sé framkvæmanlegt,að skera svo mikið niður sem ríkisstjórnin fer fram  á. Auk þess benda þeir á,að nefnd sé starfandi sem leggja eigi fram tillögur um stefnuna varðandi rekstur Landspítalans. Á nefndin að skila áliti næsta vor  og  telja menn því eðilegt að bíða með sparnaðaraðgerðir þar til álit nefndarinnar liggur fyrir. Ef uppsagnir og niðurskurður ná fram að ganga  munu gæði spítalans minnka mikið og óvíst,að unnt verði að sinna þeim sjúklingum sem þangað verða sendir. Hætt er við,að neyðarástand gæti skapast.

 

 DRAGA ÚR KENNSLU OG RANNSÓKNUM

 

Ef skera á svo mikið niður sem ríkisstjórnin fer fram á virðist eina leiðin sú,að  skera niður kennslu og rannsóknir við Landspítala. Má því skoða kröfur ríkisstjórnarinnar sem kröfu um að draga úr eða  fella niður rannsóknir og kennslu við Landspítala. Það mundi þýða,að senda yrði  íslenska stúdenta,sem vildu læra læknisfræði, til útlanda. Ljóst er,að ríkisstjórnin hefur ekki hugsað þetta mál til enda. Tillögur um stórfelldan sparnað á Landspítala,Háskólasjúkrahúsi,virðast settar fram í algeru fljótræði.Heilbrigðisráðherra virðist ekki hafa hugsað þessi mál nægilega vel áður en hann setti fram kröfuna um stórfelldan sparnað nema hann hafi tekið blindandi við kröfu fjármálaráðherra um niðurskurð.

 

 STARFSFÓLKIÐ MÓTMÆLIR

Starfsmannaráð Landspítalans hélt fund um mál þetta  15.janúar sl. og mótmælti harðlega niðurskurðaráformum. Sagði í ályktun ráðsins,að  umræddur niðurskurður  mundi stórskaða spítalann og  rýra gæði hans verulega.Afleiðingin yrði einnig  sú,að  meðferð sjúklinga mundi flytjast út fyrir veggi sjúkrahússins.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn