Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Efst á baugi

mánudagur, 15. desember 2003

 

 

Efst á baugi  í stjórnmálunum um þessar mundir er eftirfarandi:

Skattamál.Allt útlit er fyrir,að ríkisstjórnin muni  svíkja fyrirheit sitt um 20 milljarða króna skattalækkun. Fjárlagafrumvarpið fyrir 2004 var lagt fram á tilskyldum tíma  en  þar var ekki að finna neinar skattalækkanir næsta ár. Þvert á móti er gert ráð fyrir 4 milljarða hækkun skatta og gjalda á árinu 2004.Því var lofað,að skattalækkanir yrðu lögfestar á þinginu sl. haust en ekki hefur verið að staðið  við það.Þetta kosningaloforð verður svikið.Verkalýðshreyfingin vísar því algerlega á  bug, að skattalækkanir verði einhver skiptimynt í væntanlegum kjarasamningum.

Línuívilnun. Fyrir alþingiskosningarnar sl. vor lofaði ríkisstjórnin því,að tekin yrði upp línuívilnun sl.haust ( aukakvóti fyrir dagróðrarbáta á línu)  til þess að milda slæm áhrif kvótakerfisins á landsbyggðinni. Átti  þessi ráðstöfun að vera til hagsbóta fyrir hinar dreifðu sjávarbyggðir út um allt land en þær hafa misst mikið af kvótum sínum.Sjávarútvegsráðherra,Árni Mathiesen, tilkynnti,að ekkert  yrði af línuívilnun í ár.Fyrir þrýsting frá Kristni Gunnarssyni lagði hann fram frumvarp í skötulíki um málið en óvíst er að það nái fram að ganga.M.a. gerir frv. hans ráð fyrir skerðingu á byggðakvóta  en það er brot á stjórnarsáttmálanum.

Héðinsfjarðargöng.Því var lofað fyrir kosningar,að göng yrðu gerð milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar,Héðinsfjarðargöng.Því til staðfestingar var gerð þessara ganga boðin út. Er útboð höfðu verið opnuð tilkynnti samgönguráðherra,Sturla Böðvarsson,að vegna hættu á þenslu í efnahagskerfinu yrði  hætt við göngin. Mikil mótmæli urðu vegna þessa og var ríkisstjórninni réttilega brigslað um svik í málinu. Lét ríkisstjórnin þá undan og kvaðst mundu  láta gera göngin síðar en lofað hafði verið fyrir kosningar.Ef staðið hefði verið við kosningaloforðið hefðu göngin orðið tilbúin  2006.En nú geta þau í fyrsta lagi orðið tilbúin 2009.Eftirmál geta þó  orðið vegna þessara svika ríkisstjórnarinnar,þar eð Íslenskir aðalverktakar,sem áttu lægsta tilboð í gerð Héðinsfjarðarganga hafa hótað málsókn vegna þess að öllum tilboðum var  hafnað.

Öryrkjadómur.Hinn 16.oktober sl. hvað Hæstiréttur upp dóm  í  málefnum öryrkja. Kom þá í ljós,að ríkisstjórnin hafði brotið stjórnarskrána með því ákvæði laganna frá 2001 að  skerða  bætur öryrkja árin 1999 og 2000 vegna tekna maka. Er þetta í annað sinn sem Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu,að ríkisstjórnin hafi brotið stjórnarskrána við ákvörðun kjara öryrkja. Hið fyrra sinnið var þegar Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í málefnum öryrkja  í desember árið 2000. Þá sagði Hæstiréttur,að ríkisstjórnin hefði brotið mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og  ákvæðið um rétt öryrkja til lágmarksframfærslu .Ríkisstjórninni hefur verið svo mikið í mun að níðast á kjörum öryrkja,að hún hefur brotið stjórnarskrána tvisvar við þá iðju sína.Þegar svona er komið á  ríkisstjórnin að segja af sér.

Húsnæðismálin.Stærsta kosningaloforð  Framsóknarflokksins fyrir þingkosningarnar var að hækka ætti húsnæðislán í 90%. Mun Framsókn hafa fengið mörg atkvæði út á það loforð.Þetta loforð er mjög umdeilt innan stjórnarflokkanna. Hagfræðingar telja,að  hækkun húsnæðislána í 90% mundi valda sprengingu á verði íbúða til hækkunar.Seðlabankinn hefur einnig gert athugasemdir við málið af sömu ástæðu.. Félagsmálaráðherra  greip til þess gamalkunna ráðs að setja málið í nefnd og þar er það. Er alls óvíst á þessari stundu,að staðið verði að fullu við þetta kosningaloforð. Er líklegast,að  miklar takmarkanir verði  settar á framkvæmd þess og hugsanlega verður framkvæmdinni frestað eitthvað. Hið eina sem er áþreifanlegt í húsnæðismálunum er það,að ákveðið hefur verið að lækka vaxtabætur.Telja sumir,að sú ráðstöfun sé brot á stjórnarskránni. Þessi ráðstöfun mun bitna  þungt á ungu fólki. Eru þetta efndirnar  á kosningaloforðunum í húsnæðismálunum? Í stað hækkunar húsnæðislána í 90% á að lækka vaxtabætur.

 

SAMKOMULAGIÐ VIÐ ÖRYRKJA SVIKIÐ.Ríkisstjórnin lofaði samkvæmt sérstöku samkomulagi,sem gert var við Öryrkjabandalag Íslands í mars sl.að bæta verulega kjör öryrkja 1.janúar n.k. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að efna ekki þetta samkomulag að fullu um áramótin,heldur aðeins að 2/3 hlutum. Á 1/3 hluti samkomulagsins að koma til framkvæmda eftir 1 ár. Öryrkjabandalag Íslands telur þetta hrein svik við samkomulagið. Ríkisstjórnin hefur því svikið þetta  kosningaloforð einnig. Íhugar Öryrkjabandalagið nú málsókn vegna þessara svika.

 

Afstaða Íslands til innrásarinnar í Írak.Mikið var rætt um það í haust í fjölmiðlum og á alþingi,að ríkisstjórnin hafi ekki staðið  rétt að málum við ákvörðun um að láta Ísland styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Málið var hvorki lagt fyrir utanríkismálanefnd né alþingi. Lögum samkvæmt á að leggja  öll mikilvæg utanríkismál fyrir utanríkismálanefnd. Það var ekki gert og því hefur ríkisstjórnin brotið lög í þessu mikilvæga máli.Sennilega er hér um að ræða mikilvægasta utanríkismál,sem upp hefur komið eftir síðari heimsstyrjöldina. Hér var um það að tefla að styðja árás á annað ríki. Nauðsynlegt er,að  alþingi taki þetta mál fyrir.Eðlilegast væri að alþingi skipaði  sérstaka rannsóknarnefnd til þess að  rannsaka þetta mál. Rannsaka þarf hvaða gögn utanríkisráðherra hafði í höndunum um gereyðingarvopn Íraka,þegar ákvörðun var tekin og rannsaka þarf hvort ákvörðun var tekin á réttan hátt eða ekki.Ef niðurstaða rannsóknar er sú,að ekki hafi verið staðið rétt að ákvörðun um að styðja árásarstríð, á ríkisstjórnin að segja af sér.

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

 

Birt í Mbl. 15.desember 2003 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn