Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar

miðvikudagur, 3. ágúst 2016

Tillögur að nýjum lögum um almannatryggingar veita lífeyrisþegum engar kjarabætur. Niðurstaðan er jafnvel verri: Sumir hópar lífeyrisþega verða verr settir en áður.Þeirra kjör munu versna! Tillögurnar gera ráð fyrir að fækka flokkum; sameina á grunnlífeyri,tekjutryggingu og framfærsluuppbót í einn nýjan flokk lífeyris.Heimilisuppbót verður hins vegar áfram sérstakur flokkur.Nýi flokkurinn verður nákvæmlega að sömu upphæð,ásamt heimilisuppbótinni og gömlu flokkarnir voru samanlagt eða 246 þúsund krónur fyrir skatt hjá einhleypingi, rúmlega 212 þúsund eftir skatt.Frítekjumörk verða felld niður en skerðing tekna 45% nema séreignalífeyrissparnaðar og fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga.Breytingarnar munu koma þokkalega út fyrir þá öryrkja,sem hafa mikla starfsgetu; eru með 50% eða meiri starfsgetu en þeir öryrkjar,sem eru 75% öryrkjar eða meira verða verr settir á vinnumarkaði en áður. Eins er með eldri borgara. Ef þeir geta unnið, verða þeir verr settir en áður; munu sæta meiri skerðingu en fyrr. Aldurstengd örörkuuppbót verður felld niður en í staðinn kemur 22 þús kr uppbót á mánuði fyrir þá ,sem urðu öryrkjar 24 ára eða fyrr. Gert er ráð fyrir nýju matskerfi fyrir öryrka,starfsgetumati í stað læknisfræðilegs mats. Þeir,sem eru orðnir 55 ára þurfa þó ekki að fara í það mat en allir undir þeim aldri. Lagt er til,að lífeyrisaldurinn verði hækkaður í 70 ár á 24 árum. Mun aldurinn verða hækkaður um 2 mánuði á ári í 12 ár og síðan um 1 mánuð á ári í önnur 12 ár.. Stjórnvöld munu hugsa gott til glóðarinnar að láta lífeyrisþega sjálfa greiða kostnaðinn við breytingar á kerfi almannatrygginga með því að hækka lífeyrisaldurinn í 70 ár. Ég gerði mér vonir um, að nýjar tillögur um almannatryggingar mundu fela í sér verulegar kjarabætur fyrir aldraðra og öryrkja, þar eð lífeyrir er í dag alltof lágur. En það eru engar kjarabætur,heldur kjaraskerðing hjá vissum hópum! Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Birt í Fréttablaðinu 8.mars 2016


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn