Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Olíumálið er mikið stærra en Baugsmálið.Hvers vegna fjallar kastljós ekki um það?

þriðjudagur, 9. maí 2006

 

 

Kastljós sjónvarpsins tók til meðferðar Baugsmálið í gærkveldi.Viðtal var við Sullenberger,sem kom málinu af stað og nokkuð ítarleg frásögn var af vissum þáttum málsins,einkum útgáfu umdeildra kreditreikninga.Gallinn við þessa umfjöllun var sá,að einungis sjónarmið annars aðilans kom fram,þar eð enginn var til andsvars frá Baugi.Fulltrúar Baugs neituðu að koma í þátt Kastljós,þar eð þeir töldu ekki unnt að fjalla um málið á fullnægjandi hátt í stuttum sjónvarpsþætti og málið væri til meðferðar fyrir dómstólum,sem ættu að útkljá það.Það er mikil spurning hvort réttlætanlegt er að ríkissjónvarpið taki svo viðkvæmt og mikilvægt mál til meðferðar,þegar fulltrúar sakborninga eru ekki til staðar til þess að svara fyrir sig.

 

  Hvers vegna ekki olíumálið?

 

Baugsmálið hefur verið mjög umdeilt og því hefur jafnvel verið haldið fram,að stjórnmál hafi blandast inn í málið.Því hefur verið haldið fram,að stjórnmálalegar ástæður hafi hleypt málinu af stað og að um ofsóknir gegn Baugi hafi verið að ræða. Það hafi átt að koma  fyrirtækinu á kné.Einmitt af þessum ástæðum verður ríkissjónvarpið að fara mjög varlega í umfjöllun um málið.Það verður einnig að gera þá kröfu til sjónvarpsins að  það hafi jafnræðisreglu í heiðri við ákvörðun um dómsmál,sem tekin eru til meðferðar.Mörg önnur viðkvæm dómsmál eru til meðferðar í kerfinu,sem  Kastljós sjónvarpsins  hefur ekki tekið til umfjöllunar á  sama hátt og Baugsmálið. Þar má fyrst nefna samráð olíufélaganna. Það mál er komið lengra í kerfinu en Baugsmálið og því eðlilegra að  fjalla um það. Það er búið að úrskurða að olíufélögin hafi gerst sek um ólögmætt verðsamráð,sem skaðað hefur neytendur um ómældar fjárhæðir. En það á eftir að  úrskurða hvort forstjórar olíufélaganna hafi gerst sekir um ólögmætt athæfi og hvaða refsinu þeir eigi að fá. Hvers vegna tekur Kastljós þetta mál ekki fyrir? Það leikur enginn vafi á sekt olíufélaganna. Þau eru sek um ólögmætt verðsamráð.Það á aðeins eftir að dæma um hlut forstjóranna í hinu ólögmæta athæfi. Þetta er mikið stærra mál en Baugsmálið. Almenningur hefur orðið fyrir miklum skaða af ólögmætu verðsamráði  olíufélaganna en sennilega hefur almenningur ekki orðið fyrir neinum skaða vegna Baugsmálsins.Ef einhver hefur orðið fyrir skaða í Baugsmálinu eru það hluthafarnir.Það verður að segjast eins og er,að forgangsröðun Kastljóss er skrítin.Hún lyktar af pólitík.Var kippt í spotta?

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn