Á fjölsóttum fundi í Félagi eldri borgara í Rvk 14.desember var samþykkt að eldri borgarar skyldu hefja undirbúning framboðs til næstu alþingiskosninga. Framboðið verður ekki á vegum félagsins heldur þeirra eldri borgara, sem vilja standa að framboðinu.Verður haldinn fundur sunnudaginn 17.desember að Hótel Borg til þess að ganga frá kosningu undirbúningsnefndar vegna framboðsins.
Óánægja með ríkisstjórnina
Á fundi Félags eldri borgara 14.desember kom fram mikill áhugi á framboði og mikil óánægja með framkomu ríkisstjórnarinnar gagnvart eldri borgurum.Ræðumenn kváðust ákæra ríkisstjórnina vegna slæmra kjara aldraðra og lélegs aðbúnaðar þeirra. Sumir ræðumanna voru reiðir vegna afstöðu ríkisvaldsins til aldraðra..
Fordæmið frá Ísrael
Sú skoðun kom fram hjá mörgum, að eina leiðin, sem eldri borgarar gætu farið til þess að fá viðunandi kjarabætur væri að þeir byðu fram sjálfir og fengju fulltrúa kjörna á alþingi.Í því sambandi hefur verið bent á fordæmið frá Ísrael en þar buðu eldri borgarar fram og fengu mjög góða kosningu. Þeir fengu nokkra þingmenn og sæti í ríkisstjórn. Þeir fengu ráðherra öldrunarmála og úrslitaáhrif.
Eru 160-170 þúsund of mikið?
Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík samþykkti í nóvember,að lífeyrir aldraðra einstaklinga, sem ekki væru í lífeyrirsjóði þyrfti að hækka í 160-170 þúsund um næstu áramót og ári síðar þyrfti hann að hækka í það, sem neyslukönnun Hagstofunnar segði til um. (meðaltalsútgjöld einstaklinga).Ólafur Ólafsson formaður Landssambands eldri borgara taldi á fundinum 14.desember, að þessar kröfur væru óraunhæfar. 160-170 þúsund á mánuði fyrir skatta væri meira en fengist fyrir eldri borgara. Er Ólafur flutti ræðu sinni og sagði þetta var kallað fram í fyrir honum og sagt,að þetta væri síst of mikið og eldri borgarar gætu fengið þetta, ef vilji væri fyrir hendi. Annar ræðumaður saði, að 200 þúsund á mánuði væri lágmark.
Meðaltalsútgjöld 210 þúsund á mánuði
Miðað við neyslukönnun Hagstofunnar er 160-170 þúsund á mánuði fyrir skatta síst of mikið. Það er of lítið.Meðaltalsútgjöld einstaklinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eru 210 þúsund á mánuði. Það er án skatta. Eldri borgarar þurfa ekki minna til framfærslu en aðrir sem yngri eru. Þeir þurfa jafnvel meira vegna meiri lyfjakostnaðar og meiri lækniskostnaðar en almenn gerist. Við skulum ekki falla í þann pytt að taka upp rök ríkisstjórnarinnar fyrir því að halda verði lífeyri aldraðra niðri. Það verður að stórhækka lífeyrinn.
Björgvin Guðmundsson
|