Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði undanskilinn niðurskurði

laugardagur, 6. nóvember 2010

Hugmyndir félagsmálaráðherra um að frysta laun ríkisstarfsmanna og lífeyri aldraðra og öryrkja hafa vakið hörð viðbrögð.Samstök ríkisstarfsmanna hafa mótmælt ráðagerðum ráðherrans og samtök aldraðra og öryrkja hafa einnig brugðist hart gegn hugmyndum ráðherra. Félagsmálaráðherra hefur ekki aðeins verið með hugmyndir um að frysta lífeyri aldraðra og öryrkja heldur hefur hann einnig verið með ráðgerðir um að skera lífeyri þessara hópa niður.Honum dugar sem sagt ekki að hafa ráðist gegn kjörum lífeyrisþega 1.júlí á sl. ári. Hann vill enn höggva í sama knérunn.Ríkisstjórnin ætlaði að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi.Félagsmálaráðherrann á að hafa forgöngu um að efla almannatryggingar og önnur velferðarmál til þess að við stöndum jafnfætis frændum okkar á hinum Norðurlöndunum á þessu sviði.En ráðherrann gerir ráðstafanir,sem ganga í þveröfuga átt.Við erum að fjarlægjast norræna velferðarsamfélagið. Lífeyrir verði undanskilinn niðurskurði Hvers vegna er svona brýnt að skera niður kjör aldraðra og öryrkja.Skiptir það sköpum fyrir jafnvægi í ríkisbúskapnum að kjör lífeyrisþega séu skert? Ég held ekki. Í fyrra voru kjör lífeyrisþega skert um 4 milljarða.Ég fullyrði,að það skipti engu máli í baráttunni við hallann í ríkisbúskapnum.Ég tel,að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að vera undanskilinn niðurskurði.Kjör lífeyrisþega eru það slæm að þau þola enga skerðingu..Það er ekki verið að lækka laun í þjóðfélaginu. Þvert á móti hafa laun verið að hækka. Sl. rúma 12 mánuði voru laun verkafólks með laun undir 220 þús ,á mánuði hækkuð um 23 þús. á mánuði eða um 16%. Kaup ríkisstarfsmanna hækkaði jafnmikið í krónutölu, þ.e. hjá þeim sem voru með laun undir 180 þús. - 220 þús. á mánuði.Lífeyrir aldraðra og öryrkja er ígildi launa. Lengst af hefur lífeyrir hækkað í samræmi við hækkanir launa.Þannig var það eftir gerð kjarasamninga 2003 og 2006.Lífeyrir hækkaði þá nákvæmlega jafnmikið og nam hækkun launa.Við gerð kjarasamninga 1.febrúar 2008 hækkuðu laun um 16% við undirritun samninga en lífeyrir aldraðra hækkaði þá aðeins um 7,4%..Aldraðir fengu síðan frekari hækkun í september á sama ári.En það er alveg nýtt í sögunni, að þegar laun hækka hjá verkafólki og ríkisstarfsmönnum hækki lífeyrir ekkert.Og ekki nóg með það þá sé lífeyrir aldraðra lækkaður og félagsmálaráðherrann vilji lækka lífeyrinn enn meira. Það vantar 140 þús. á mánuði fyrir eðlilegri framfærslu Lífeyrir aldraðra einhleypinga, sem aðeins hafa tekjur frá almannatryggingum, er aðeins 157 þús. kr. á mánuði eftir skatt.Ef eldri borgarinn er í sambúð lækkar lífeyrir hans í 140 þús. á mánuði eftir skatt.Það lifir enginn mannsæmandi lífi af þetta lágum launum.Þetta er tæplega nóg fyrir mat og húsnæði. Það verða margir eldri borgarar að greiða 100-120 þús á mánuði í leigu eða húsnæðiskostnað. Þá er lítið eftir fyrir öðru. Það er ekkert unnt að veita sér af þetta lágum lífeyri.Eldri borgarar vilja geta keypt ódýrar gjafir handa barnabörnum sínum. Það er ekki unnt af þetta lágum lífeyri. Ríkið heldur kjörum aldraðra og öryrkja svo mjög niðri,að það er til skammar.Hagstofan kannar neysluútgjöld fjölskyldna í landinu.Síðast var niðurstaða slíkrar könnunar birt í desember sl. Samkvæmt henni nema meðaltalsneysluútgjöld einhleypra einstaklinga 297 þús. á mánuði. Engir skattar eru innifaldir í þessari tölu,hvorki tekjuskattar né fasteignagjöld. Það vantar því 140 þús. kr. á mánuði upp á,að lífeyrir aldraðra einhleypinga dugi fyrir þessum útgjöldum.Ýmsir liðir í neyslukönnun Hagstofunnar eru vantaldir að því er aldraða varðar.Það á t.d. við um lyfjakostnað og lækniskostnað. Kostnaður aldraðra vegna þessara liða er mikið meiri en nemur meðaltalinu í neyslukönnun Hagstofunnar. Frysting launa dauðadæmd Það á ekki að koma til greina að skerða kjör lífeyrisþega á meðan ekki er verið að lækka kaup launafólks.Ég á ekki von á því að stjórnvöld muni grípa til þess að lækka almenn laun verkafólks og ríkisstarfsmanna með lögum. En það hafa þau gert gagnvart lífeyrisþegum. Viðbrögð við hugmyndum um frystingu launa ríkisstarfsmanna leiða í ljós,að ekki þýðir að reyna lækkun almennra launa ríkisstarfsmanna. Og sennilega verður félagsmálaráðherra að falla frá hugmyndum sínum um frystingu launa ríkisstarfsmanna miðað við þá miklu andstöðu sem hugmyndir hans sæta.Ef til vill lætur hann sér þá duga að lækka lífeyri aldraðra og öryrkja á ný! Björgvin Guðmundsson Birt í Fréttablaðinu 11.júní 2010


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn