Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Er lýðræðið hér í hættu?

fimmtudagur, 24. júní 2004

 

 

Er lýðræðið í hættu?Þetta er spurning,sem margir velta fyrir sér nú,þegar stjórnvöld lenda æ oftar í  útistöðum við almenning og mörg lög,sem sett eru, brjóta í bága við stjórnarskrá landsins.Þegar þingmenn þora ekki lengur að taka sjálfstæða afstöðu til mála af ótta við foringjana, er lýðræðið í hættu.Og þegar ráðherrar veifa dagblöðum á Alþingi og hneykslast á því sem þau skrifa um ráðamenn , þá er lýðræðið í hættu. Þá er tjáningarfrelsið í hættu. Og þegar lög eru sett á eitt fyrirtæki, þá er lýðræðið í hættu.

 

Ekkert tillit tekið til almennings

 

Stjórnvöld virðast ekkert tillit taka til almennings lengur.Ráðamenn þjösnast áfram og fótum troða lög og reglur. Hér skulu nefnd nokkur dæmi:Æðstu menn ríkisstjórnarinnar leiddu þjóðina út í stuðning við stríð án þess að leggja málið formlega fyrir ríkisstjórn eða Alþingi. Skylt var að leggja málið fyrir utanríkismálanefnd Alþingis en það var ekki gert. Lög og reglur voru brotin.Tvívegis setti ríkisstjórnin lög um málefni öryrkja,sem brutu í bága við stjórnarskrá landsins, samkvæmt dómi Hæstaréttar.Ríkisstjórnin hefur nýlega sett lög um eignarhald á fjölmiðlum.Þessi lög brjóta stjórnarskrá landsins að áliti fremstu lögfræðinga landsins.Forseti Íslands treysti sér ekki til þess að skrifa undir lögin.Hann vísaði þeim til þjóðarinnar. Ríkisstjórnin setti fyrir skömmu lög,sem takmarka réttindi útlendinga,sem setjast hér að.Margir telja,að þessi lög feli í sér mannréttindabrot,þar eð útlendingarnir njóta  ekki sömu mannréttinda og innfæddir.Ríkisstjórnin sveik samkomulag við öryrkja,sem gert var skömmu fyrir kosningar sl. ár. Dómsmálaráðherra er talinn hafa brotið þrenn lög við skipun dómara í Hæstarétt sl. ár.Og þannig mætti áfram telja.

Hvers vegna haga stjórnvöld sér með þessum hætti? Hvers vegna brjóta stjórnvöld stjórnarskrá lýðveldins ítrekað? Hvers vegna fremja stjórnvöld lögbrot?Þetta  eru áleitnar spurningar. Það er aðeins eitt svar til við þeim: Stjórnarherrarnir eru búnir að vera of lengi við völd. Þeir telja,að þeim leyfist allt.Þeir þurfa ekki einu sinni að leggja öll mál fyrir Alþingi og ekki einu sinni fyrir ríkisstjórn, þegar stríð á hendur öðru ríki á í hlut!

 

Leiðtogarnir öruggir með sig

 

 Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt skeið notið mikils kjörfylgis og meira en aðrir flokkar. Leiðtogar hans hafa skákað í því skjólinu,að þjóðin mundi alltaf samþykkja það sem þeir gerðu. Nú um skeið hefur samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn verið leiðitamari en áður hefur tíðkast um samstarfsflokka.. Þetta hefur aukið völd Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðið (íhaldið) hefur alltaf getað beygt Framsókn.

Í síðustu kosningum minnkaði fylgi Sjálfstæðiflokksins þó mikið eða úr rúmum 40% í 33%. Og Samfylkingin hlaut 31%. Það munaði því litlu á flokkunum. Skoðanakannanir að undanförnu benda til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi enn minnkað.Síðustu kannanir sýna Sjálfstæðisflokkinn með minna fylgi en Samfylkinguna.Sjálfstæðisflokkurinn getur því ekki treyst á það lengur að þjóðin leggi blessun sína yfir mál,sem orka tvímælis og eru  á  svig við stjórnarskrána.Flokkurinn verður því að fara að taka meira tillit til þjóðarinnar,til almennings á ný.

 

 Ný vinnubrögð í stjórnmálum

 

Þeir sem fylgst hafa lengi með stjórnmálum kannast ekki við þau vinnubrögð, er nú tíðast í stjórnmálum, frá fyrri tíð. Hér áður báru  ráðherrar og þingmenn virðingu fyrir alþingi.Þeir hundsuðu ekki þingmenn eins og nú tíðkast.Nú telja ráðherrar sig ekki þurfa að svara þingmönnum.Þeir telja sig ekki einu sinni þurfa að hlusta á þá.Hvernig er komið þingræði og lýðræði okkar þegar svona er komið? Þá er stutt í einræði.Það er aðeins þjóðin,sem getur kippt hér í taumana. Forseti lýðveldisins og  þjóðin öll getur komið þingi og ráðamönnum á rétta braut á ný.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu 24.júní  2004

 

 

 

 

 

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn