Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Mestur ójöfnuður hér á Norðurlöndum

föstudagur, 12. maí 2006

Eins og margoft hefur verið bent á hefur ójöfnuður aukist mikið hér á  landi í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.Aðalástæðan er kvótakerfið en slæm áhrif þess á tekjuskiptinguna hafa  stöðugt verið að koma betur og betur í ljós. En einnig hefur stefna stjórnarflokkanna í velferðarmálum og skattamálum haft hér mikil áhrif. Eldri borgarar og öryrkjar hafa ekki fengið leiðréttingu á lífeyri til jafns við kauphækkanir láglaunafólks.Skattbyrði láglaunafólks hefur verið að þyngjast en skattar þeirra,sem hafa mestar tekjur, hafa verið að léttast.

 

Hagstofan hefur brugðist

 

 Frá  því að Þjóðhagsstofnun var lögð niður hefur engin opinber stofnun  haldið til haga tölum um tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu.Eðlilegast væri að Hagstofan gerði það en svo hefur ekki verið. Mun Ísland eina landið í Vestur Evrópu sem heldur ekki til haga neinum opinberum tölum um tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu.Prófessorarnir Þorvaldur Gylfason og Stefán Ólafsson hafa ritað talsvert um tekjuskiptinguna.Má segja,að þeir hafi tekið að sér að fjalla um efni,sem opinberar stofnanir hafa algerlega vanrækt.

 

Fjórfaldur munur hér

 

 Samkvæmt upplýsingum Þorvaldar Gylfasonar á heimasíðu hans er  fjórfaldur munur á  tekjum ríkasta og fátækasta fimmtungs  mannfjöldans á Íslandi en það er svipaður munur og er í Þýskalandi, Austurríki,Hollandi og Kóreu. Er hvergi svo mikill munur á Norðurlöndum eins og hér á landi. Ójöfnuður en meiri hér á landi en  í nokkru hinna Norðurlandanna.Í Noregi,Danmörku og Svíþjóð er  umræddur munur þrefaldur en í Bandaríkjunum er munurinn áttfaldur.

 Í hagfræðinni eru aðallega tvær  aðferðir notaðar til þess að mæla mun á tekjuskiptingu:Gini stuðull og 20/20-hlutfallið. Með20/20 hlutfalli er  átt við tekjuhlutfall ríkasta og fátækasta fimmtungs mannfjöldans.

 

Gini stuðull hækkað um 10 stig frá 1995

 

20/20 hlutfallið á Íslandi er 4,sem þýðir fjórfaldur munur á tekjum ríkasta og fátækasta fimmtungsins á Íslandi en það samsvarar Gini stuðul 30.Sá stuðull hefur hækkað um 10 stig frá 1995. Haldi Gini-stuðullinn hér áfram að hækka um heilt stig á  ári eins og hann hefur gert síðan 1995, þá verður hann  kominn upp fyrir Gini-stuðul Bandaríkjanna eftir ellefu ár, og þar er ójöfnuður í tekjuskiptingu nú meiri en annars staðar á OECD-svæðinu.( Byggt  er á upplýsingum Þorvaldar Gylfasonar prófessors um Gini stuðul og 20/20 hlutfall).

 

Björgvin Guðmundsson

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn