Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Stjórnvöld blekkt við einkavæðingu bankanna?

þriðjudagur, 21. febrúar 2006

Umræður að undanförnu hafa leitt í ljós,að margvíslegt klúður átti sér stað við einkavæðingu bankanna.Upphaflega var gert ráð fyrir því,að um dreifða eignaraðild yrði  að ræða við sölu bankanna til einkaaðila.Kaupendur áttu að vera margir smáir aðilar en enginn stór fjárfestir.Þegar í ljós kom,að einkavinir ráðherranna vildu
eignast stóra hluti  í bönkunum var fallið frá stefnunni um dreifða eignaraðild og ákveðið að selja einum aðila ráðandi hlut í Landsbankanum og  fara  eins að við sölu Búnaðarbankans.Það var  hringlað svo mikið með " reglurnar" um einkavæðingu bankanna,að einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar við sölu bankanna sagði af sér í mótmælaskyni við einkavinavæðingu bankanna.Helmingaskiptareglu stjórnarflokkanna var fylgt við sölu bankanna: Íhaldsvinir ( Samson) fengu Landsbankann. Framsóknarvinir (S-hópurinn ) fengu Búnaðarbankann. Svo langt var gengið í að sinna vinunum við sölu Landsbankans,að gengið var fram hjá þeim,sem buðu hæst í bankann og tekið tilboði sem var mun lægra en hæstu boð.

Nú er komið  í ljós,að  formaður Framsóknarflokksins átti hlutabréf í fyrirtæki,sem var óbeinn  eignaraðili að S-hópnum. Þeirri spurningu var því varpað fram hvort hann hefði verið vanhæfur til þess að taka ákvörðun um sölu Búnaðarbankans. Í athugasemdum með stjórnsýslulögum segir,að opinber starfsmaður sé vanhæfur við ákvarðanatöku hafi hann af úrlausn máls einstaka hagsmuni svo sem  ágóða  eða
tap.Þetta ákvæði   virðist alveg skýrt.Það var alveg út í hött,að ríkisendurskoðandi væri að fjalla um það hvort formaður Framsóknarflokksins hafi verið  vanhæfur við ákvörðun um sölu Búnaðarbankans.Skoðun ríkisendurskoðanda á því máli skiptir  nákvæmlega  engu máli enda sagði hann sjálfur,að það væri ekki í hans verkahring að fjalla um þetta atriði..

Ríkisendurskoðandi sagði ,að hagsmunir formanns Framsóknarflokksins hefðu verið "óverulegir" við sölu Búnaðarbankans og því hafi hann ekki verið vanhæfur í málinu.Formaður Framsóknarflokksins átti  1,33% í Skinney Þinganesi  og fjölskylda hans átti samanlagt 1/3 í félaginu.Skinney Þinganes átti helmingshlut í Hesteyri en það félag  var einn stærsti hluthafinn í Keri,sem var aðili að S-hópnum.Með þesssar
upplýsingar á borðinu getur hver og einn  svarað  þeirri spurningu fyrir sig hvort formaður Framsóknarflokksins hafi átt hagsmuna að gæta við sölu Búnaðarbankans og hver og einn getur metið hvort þessir hagsmunir hafi verið miklir eða litlir. Það skiptir þó ekki máli.Kjarni málsins er þessi: Úr því að  formaður Framsóknarflokksins átti óbeina aðild að S-hópnum átti hann að víkja sæti og ekki
að taka þátt í afgreiðslu málsins í neinu stigi þess.Hann átti einnig að láta vita af því að hann ætti hlutabréf í Skinney Þinganesi, þegar að því kom að taka ákvörðun um sölu Búnaðarbankans.Það gerði hann ekki.

Stjórnarandstaðan á alþingi hefur nú falið tveimur lögfræðingum,að athuga hvort formaður Framsóknarflokksins hafi verið vanhæfur við afgreiðslu Búnaðarbankamálsins.Það er eðlileg ráðstöfun.Það er fremur í verkahring lögfræðinga en ríkisendurskoðanda að kanna þetta atriði.En að vísu er hér ekki aðeins um löfræðilegt atriði að ræða heldur einnig siðferðilegt.



Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 4.júlí  2005
PS.21.feb.2006:
Þýski bankinn átti ekkert í Eglu.Ísl. stjórnvöld blek 


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn