Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Aldraðir:Ríkisstjórnin skilar litlum hluta af milljörðunum

fimmtudagur, 9. nóvember 2006

 

 

VANTAR 5 MILLJARÐA?

 

Afa fundur,sem haldinn var fyrir nokkrum dögum sagði,að ríkið  hefði tekið 5 milljarða til reksturs úr framkvæmdasjóði aldraðra!

 

Ég skrifaði grein í Morgunblaðið í febrúar á þessu ári og benti á að ríkisstjórnin hefði tekið til eyðslu 2,5 milljarða úr framkvæmdasjóði aldraðra,sem áttu að fara til framkvæmda. Þessi upphæð er sjálfsagt orðin mun hærri nú. Heilbrigðisráðherra tilkynnir nú, að 1,3 milljarðar eigi að fara til byggingar hjúkrunarheimila næstu 4 árin. Það á sem sagt að skila litlum hluta þess fjár ,sem ríkisstjórnin tók “ófrjálsri hendi” úr framkvæmdasjóði. Af hverju skilar ríkisstjórnin ekki allri fjárhæðinni? Morgunblaðið slær þessu upp á forsíðu með stríðletri. Það er í annað sinn sem Mbl. notar sömu fréttina á forsíðu.Athyglisvert er, að um sama leyti skrifa Ólafur Ólafsson  formaður LEB og Einar Árnason hagfræðingur blaðagrein um mikla kjaraskerðingu,sem eldri borgarar hafa orðið fyrir vegna skattpíningar. Í greininni er talað um blekkingar stjórnvalda.

 

 40 milljarða vantar

 

Ég hefi bent á, að frá 1995 hafa stjórnarflokkarnir haft 40 milljarða af öldruðum vegna skertra lífeyrisgreiðslna. Þeir hefðu fengið 40 milljörðum meira í lífeyrisgreiðslur en þeir hafa fengið, ef staðið hefði verið við loforð frá 1995 um að láta lífeyrinn fylgja lágmarkslaunum eða launavísitölu. Þessir  1,3 milljarðar,sem ríkisstjórnin ætlar nú náðarsamlegast að láta í byggingar hjúkrunarheimila næstu 4 árin, er því alger hungurlús miðað við alla þá fjármuni,sem ríkisstjórnin hefur haft af öldruðum.

 

Blekkkingar fjölmiðla

 

Þsð er með ólíkindum, að fjölmiðlar og einkum Mbl. skuli taka þátt í blekkingarleik stjórn-

valda í málefnum aldraðra. Það er  búið að “svelta” framkvæmdir í þágu aldraðra allt það kjörtímabil, sem nú er senn á enda og í rauninni mikið lengur.Reykjavíkurborg gerði samkomulag við Jón Kristánsson þáverandi heilbrigðisráðherra  fyrir 4 árum um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Reykjavík. Þáverandi fjármálaráðherra, Geir Haarde,felldi það samkomulag úr gildi. Og Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir það í 4 ár,  að umrætt hjúkrunarheimili yrði byggt. Framkvæmdasjóður aldraðra var ekki notaður til framkvæmda eins og hann var stofnaður til. Stjórnvöld hafa tekið marga  milljarða úr honum til eyðslu.Ef þeir fjármunir hefðu verið notaður til byggingar hjúkrunarheimila eins og til stóð væri ástandið í vistunarmálum aldraðra annað og betra en það nú er. Stjórnvöld eru því nú aðeins að skila litlu til baka af því fjármagni,sem aldraðir eiga fullan rétt á  og áttu að fá fyrir löngu.

 

Lífeyrir óviðunandi

 

Hjúkrunar og vistunarmál aldraðra eru mikilvægt mál. En lífeyrismálin eru ekki síður mikilvæg og þar er algert vandræðaástand ríkjandi.Lífeyrir aldraðra dugar ekki til framfærslu. Eftir  “smánarsamkomulag” sumarsins er lífeyrir þeirra,sem eingöngu fá bætur almannatrygginga 123 þúsund  á mánuði fyrir skatta. Eftir skatta eru þetta aðeins  í kringum 106 þúsund. Og þetta er aðeins fyrir þá sem búa einir og hafa heimilisuppbót og fulla tekjutryggingu.Ef þessir einhleypingar fara í sambúð eða leigja íbúð með öðrum fellur heimilisuppbótin niður.Á sama tíma og ríkisstjórnin skammtar þessum ellilífeyrisþegum  106 þúsund á mánuði eru neysluútgjöld einstaklinga 201 þúsund krónur á mánuði án skatta. Það er því engin leið fyrir ellilífeyrisþega að lifa af þessum smánarbótum. Krafan er sú, að lífeyririnn verði hækkaður í 160-170 þúsund á mánuði. um áramót. Það er lágmark.

 

Björgvin Guðmundsson

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn