Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Er Samfylkingin á réttri leið?

föstudagur, 15. apríl 2011

Samfylkingin hefur nú tekið þátt í tveimur ríkisstjórnum, fyrst með  Sjálfstæðisflokknum og nú með Vinstri grænum.Það voru mistök að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.Ég var andvígur aðild Samfylkingar að þeirri ríkisstjórn og  skrifaði gegn henni  áður en hún var mynduð.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir  hefur lýst því yfir, að þátttaka Samfylkingar í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007  hafi verið mistök.En hvað með þá ríkisstjórn,sem nú situr,ríkisstjórn Samfylkingar og VG? Er sú ríkisstjórn að öllu leyti  eins og stjórn, sem við jafnaðarmenn viljum? Nei,það vantar mikið á, að  svo sé.Að vísu verður að viðurkenna, að ríkisstjórnin er mynduð við erfiðari aðstæður  en áður hafa þekkst í sögu íslenska lýðveldisins.Fall bankanna haustið 2008 og  hrun íslensks efnahagslífs í kjölfarið eru aðstæður, sem ekki hafa þekkst áður  frá  lýðveldisstofnun.
En hefur núverandi ríkisstjórn gætt hagsmuna láglaunafólks og lífeyrisþega betur en ríkisstjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins  hefði gert? Ég minnist þess, að þegar hrunið varð töldu forustumenn Samfylkingarinnar mjög mikilvægt, að Samfylkingin yrði í ríkisstjórn við endurreisn efnahagslífsins til þess að gæta hagsmuna launafólks og þeirra,sem minna mega sín.En mér er til efs, að önnur ríkisstjórn hefði farið verr með lífeyrisþega en núverandi ríkisstjórn hefur gert.Allar kröfur og óskir Landssambands eldri borgara hafa verið hunsaðar af stjórnvöldum.Í félagsmálaráðherratíð Árna Páls Árnasonar var ráðist gegn kjörum eldri borgara og öryrkja með mjög litlum fyrirvara  1.júlí 2009 .Tekjutengingar voru auknar(skerðing tryggingabóta aukin),tekjutrygging skert og greiðslur úr lífeyrissjóði látnar skerða grunnlífeyri almannatrygginga þannig, að  margir lífeyrisþegar misstu sínar bætur frá almannatryggingum( 5750 lífeyrislegar urðu fyrir kjaraskerðingu af þessum sökum).Lífeyrir 27780 aldraðra og öryrkja lækkaði vegna skerðingar tekjutryggingar. Einmitt um sama leyti og ráðist var gegn kjörum aldraðra  kom til framkvæmda kauphækkun láglaunafólks  en  hún hafði engin áhrif á kjör lífeyrisþega. Þeir fengu enga hækkun þrátt fyrir kauphækkun launþega. Frá ársbyrjun 2009 til ársloka 2010 hækkuðu laun láglaunafólks um 16% en lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði ekki um eina krónu á þessu tímabili. Er það eðlilegt, að ríkisstjórn jafnaðarmanna standi þannig að málum? Ég segi nei.Ég efast um, að íhaldsstjórn hefði komið verr fram við lífeyrisþega. M.ö.o.: Ríkisstjórnin hefur ekki gætt hagsmuna lífeyrisþega nægilega vel.Hagsmuna þeirra,sem njóta lágmarksframfærsluuppbótar, hefur verið gætt sæmilega.En aðrir lífeyrisþegar hafa verið látnir sitja á hakanum.  Þeir hafa mátt sæta kaupmáttarskerðingu.Hópur þeirra lífeyrisþega, sem njóta lágmarksframfærslutryggingar er mjög lítill.
Stefnan í skattamálum hefur hins vegar verið mér að skapi.Skattar hafa verið hækkaðir á hátekjufólki og hjá þeim,sem hafa góðar tekjur en verið lækkaðir eða látnir standa í stað hjá þeim,sem hafa lágar tekjur.Hér fer ríkisstjórn Samfylkingar og VG öðru vísi að en íhaldsstjórnir fyrri ára.Stjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lækkuðu skatta á hátekjufólki en hækkuðu þá á lágtekjufólki.Það má því segja,að núverandi  stefna í skattamálum hafi verið í anda jafnaðarstefnu.
 Í stórum dráttur má  segja,að  ríkisstjórnin hafi staðið vörð um menntakerfið og heilbrigðiskerfið.Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur að vísu verið tilfinnanlegur og m.a, leitt til þess að hjúkrunarrýmum hefur fækkað um  44 á sl. ári.Það gengur í berhögg við stefnu Samfylkingarinnar um fjölgun hjúkrunarrýma.
Endurreisn efnahagslífsins hefur gengið nokkuð vel hjá ríkisstjórninni. En sennilega hefðu allar ríkisstjórnir staðið svipað að endurreisninni.Það er einkum í velferðarmálum,sem mismunandi stefna stjórnmálaflokkanna skiptir máli. Vextir hafa stórlækkað og eru stýrivextir Seðlabankans nú komnir niður í  4%.Verðbólgan hefur snarlækkað og er nú komin niður fyrir 2%..Mikill árangur hefur náðst í ríkisfjármálum.Halli hefur minnkað mikið. En það sem verst hefur gengið í viðreisn efnahagslífsins er að vinna gegn atvinnuleysinu.
Atvinnuleysið er nú 8,6%. 14000 manns ganga atvinnulaus. Það gengur sorglega hægt að byggja upp nýja atvinnustarfsemi.Á því verður að ráða bót.
Samfylkingin hefur villst af leið
Kjörtímabil alþingis og ríkisstjórnarinnar er hálfnað. Enn getur Samfylkingin bætt úr því sem  aflaga  hefur farið. Hún getur bætt velferðarkerfið,hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja og sýnt, að hún sé  sannur jafnaðarmannaflokkur.Fjármál ríkisins eru nú betri en áætlað hafði verið og við höfum efni á því að bæta velferðarkerfið. Ég er ekki alveg ánægður með Samfylkinguna það sem af er kjörtímabilinu. Mér finnst hún hafa villst af leið.Enn hefi ég þó ekki minnst á stærsta kosningamál Samfylkingarinnar fyrir síðustu þingkosningar,þ.e. kvótamálið,fyrningarleiðina,sem Samfylkingin lofaði að fara.Ef Samfylkingin stendur ekki við það kosningaloforð getur hún pakkað saman  og farið  úr stjórn 
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Morgunblaðinu 15.apríl 2011


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn