Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Er einræði í Framsóknarflokknum?

miðvikudagur, 2. júní 2004

 

 

Kristinn H.Gunnarsson alþingismaður Framsóknar sat fyrir svörum í kastljósi Sjónvarpsins 1.júní sl.Rætt var um stjórnmál almennt. M.a. spurðu fréttamennirnir Kristin um Íraksmálið. Hann sagði,að það hefði aldrei verið rætt í þingflokki Framsóknar!Ákvörðun um aðild að innrás í Írak  hefði verið tekin utan þingflokksins af formönnum stjórnarflokkanna beggja. Er hér enn ein staðfestingin á því,að aðild Íslands að árás á Írak var hvorki lögð fyrir þing né ríkisstjórn heldur ákveðin af þeim tvímenningum,formönnum stjórnarflokkanna.

 

 Er einræði ríkjandi?

 

Þetta leiðir hugann að því að svo virðist sem einræði sé ríkjandi í Framsóknarflokknum. Formaðurinn einn getur ákveðið að Framsóknarflokkurinn styðji árás á annað ríki.Hann telur sig ekki einu sinni þurfa að ræða það  í þingflokki sínum! Mun þetta áreiðanlega vera einsdæmi í Vestur-Evrópu. Áreiðanlega hefur það sama verið  uppi á teningnum í sambandi við  fjölmiðlafrumvarpð.Þar hafa formenn stjórnarflokkanna fyrst og fremst tekið ákvörðun og síðan hafa óbreyttir þingmenn dansað með. Formaður Sjálfstæðisflokksins ákvað fyrir síðustu áramót að setja þyrfti lög  á Norðurljós. Formaður Framsóknar sagði aldrei neitt um það mál í allan vetur. En þegar formaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að leggja fram frumvarp um fjölmiðla drattaðist formaður Framsóknar með.Og síðan komu óbreyttir þingmenn í humátt á eftir.

 

 Þreyta í stjórnarsamstarfinu

 

Í kastljósi Sjónvarpsins sagði Kristinn H.Gunnarsson,að þreyta væri komin í stjórnarsamstarfið. Hann sagði,að hann vildi standa vörð um velferðarkerfið,heilbrigðismálin og menntakerfið. Ríkisstjórnin hefði ekki staðið sig í velferðarmálunum. Ef ekki yrði breyting þar á ætti Framsókn ekki að vera í þessu stjórnarsamstarfi.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn