Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Kjör aldraðra og öryrkja skert ítrekað

miðvikudagur, 7. janúar 2015

Hvað eftir annað hafa kjör aldraðra og öryrkja verið skert.Stjórnvöld hafa ítrekað hoggið í sama knérunn,látið lífeyrisþega sitja á hakanum í kjaramálum.Það er ef til vill of sterkt að segja, að níðst hafi verið á öldruðum og öryrkjum. En það vantar ekki mikið á, að svo hafi verið. Mikill meirihluti sviptur verðlagsuppbót! Um áramótin 2008/2009 var verðbólgan tæp 20%,neysluverð hafði hækkað um þessa prósentutölu á árinu 2008. Miðað við það átti lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka um tæp 20%. En þá gerðu stjórnvöld sér lítið fyrir og ákváðu, að aðeins 1/4 hluti lífeyrisþega fengi þessa hækkun, þ.e. fulla verðlagsuppbót.Hinir, 3/4 lífeyrisþega, fengju aðeins 9,6% hækkun lífeyris! Þetta var mikil kjaraskerðing.Og það er ekki farið að leiðrétta hana enn í dag. Grunnlífeyrir afnuminn Á árinu 2009 var enn á ný framin mikil skerðing á kjörum aldraðra og öryrkja. Það var hoggið í sama knérunn. Það var ákveðið að svipta hóp lífeyrisþega grunnlífeyri sínum.Það var ákveðið að skerða frítekjumark vegna atvinnutekna og vegna fjármagnstekna og aldurstengd örorkuuppbót var skert með því að tekjutengja hana.Aðeins hluti þessara skerðinga hefur verið afturkallaður. Laun hækka um 16%-lífeyrir 0 ! Árin 2009 og 2010 hækkaði kaup láglaunafólks um 16% samanlagt.Á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja ekki um eina krónu! Stjórnvöld settu laun (lífeyri) lífeyrisþega í frost.Það var hoggið í sama knérunn.Í janúar 2011 hækkaði lífeyrir lægst launuðu eldri borgara um 2,3%! Það var langt undir verðbólgunni og því mun lægra en átti að vera.Það var hoggið í sama knérunn. Laun hækka um 10,3%- lífeyrir um 6,5%! Árið 2011 voru gerðir nýir kjarasamningar á almennum markaði.Samkvæmt samningunum hækkuðu lægstu laun um 10,3% í júní 2011.En samt voru lægstu bætur aldraðra og öryrkja aðeins hækkaðar um 6,5%! Það var því haldið áfram að höggva í sama knérunn. Um áramótin 2011/2012 hækkuðu lægstu laun um 6% en lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3,5%.Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2013 var lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður um 3,9% eða um 7917 kr en miðað við hækkun launa og verðlags átti hann að hækka um 5,4% eða um 11000 kr. Það var hoggið í sama knérunn og klipið af hækkuninni. ASÍ mótmælti þessu harðlega. Í janúar 2014 var verðbólgan 4,2% og laun höfðu hækkað um 5%.En það var klipið af lífeyri aldraðra og öryrkja eins og áður.Hann hækkaði aðeins um 3,6 %! Það var hoggið í sama knérunn. ; Lægstu laun hækka um 27%-lífeyrir 0 Árið 2015 sömdu verkalýðsfélög ófaglærðs verkafólks um að lægstu laun skyldu hækka í 300 þús. kr á mánuði á 3 árum? Það er 27%hækkun á byrjunarlaunum,þ.e.hjá þeim lægst launuðu.En fjármálaráðherra hafnaði því á alþingi, að aldraðir og öryrkjar fengju hækkun á sinum lífeyri.Það var hoggið í sama knérunn og lífeyrisþegum neitað um kjarabætur, þegar allur þorri launþega var að fá verulegar kjarabætur.( Iðnaðarmenn og HJÚKRUNARFRÆÐINGAR hafa einnig gert nýja kjarasamninga.) Óásættanleg framkoma stjórnvalda Oft hefur framkoma stjórnvalda við lífeyrisþega verið slæm en sjaldan eins neikvæð og nú, þegar nánast allir í landinu eiga að fá kjarabætur nema aldraðir og öryrkjar! Mig skortir orð til þess að lýsa þessari framkomu.Hún er óásættanleg.Það verður að hnekkja ákvörðun fjármálaráðherra. Björgvin Guðmundsson Formaður kjaranefndar Félags eldri borgara,Rvk. Birt í Fréttablaðinu 1.júlí 2015


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn