Kofi Annan,framkvæmdastjóri Sþ. lýsti því yfir fyrir skömmu,að innrás Bandaríkjanna og Bretlands hefði verið ólögleg.Er þetta í fyrsta sinn,sem Annan gefur þessa yfirlýsingu um stríðið en margir aðrir hafa áður túlkað svipaðar skoðanir.
Allar skýrslur,sem út hafa komið um gereyðingarvopn í Írak leiða í ljós,að engin slík vopn var þar að finna. Stríðið var því háð á fölskum forsendum.
Fjölmiðlar ræddu við forsætisráðherra í tilefni af ummælum Annans.Forsætisráðherra sagði,að ljóst væri,að upplýsingar þær,sem lagðar hefðu verið fram fyrir stríðið, hefðu ekki verið réttar. En gert væri gert og ekki þýddi að fást um það,sem liðið væri! Nú þyrfti að snúa sér að uppbyggingu í Írak. Leiðtogar stærstu stjórnarandstöðuflokkanna,þeir Össur Skarphéðinsson,formaður Samfylkingar og Steingrímur J. Sigfússon,formaður VG lýstu mikilli undrun á ummælum forsætisráðherra. Þeir kváðu ekki unnt tala þannig um innrásina í Írak. Töldu þeir,að rannsaka þyrfti hvernig ákvörðun forustumanna ríkisstjórnarinnar var tekin.
|