Noregur gæti sótt um aðild eftir rúm 2 ár
Aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið er ítt út af borðinu í stjórnarsáttmála endurnýjaðrar stjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þar segir,að treysta skuli samskiptin við ESB á grundvelli samningsins um EES. Þetta þýðir,að ríkisstjórnin telur,að EES-samningurinn dugi fyrir Ísland á kjörtímabilinu. Ýmsir sérfræðingar í málefnum ESB hafa haldið því fram,að EES – samningurinn væri að veikjast og að hann yrði haldlítill fyrir Ísland innan tíðar.Utanríkisráðherra hefur talað á svipaðan hátt og hefur mátt á honum skilja,að Ísland yrði að huga að aðild að ESB af þessum sökum. Ljóst er að þessi sjónarmið hafa orðið undir við gerð nýs stjórnarsáttmála. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft sitt fram í Evrópumálunum.
Gengur Noregur í ESB 2005?
Samkvæmt nýjustu skoðanankönnunum í Noregi er nú mikill meirihluti landsmanna þar fylgjandi því, að Noregur sæki um aðild að Evrópusambandinu. Hefur meirihlutinn,sem fylgjandi er ESB, verið að aukast. Ekki er þó búist við því að ríkisstjórn Bondeviks,sem nú er við völd í Noregi,muni sækja um aðild að ESB. Ríkisstjórnin er andvíg aðild að ESB enda þótt talið sé að forsætisráðherrann sé að snúast hægt á sveif með ESB. Ekkert mun því gerast í þessu máli í Noregi fyrr en eftir næstu þingkosningar þar en þær verða árið 2005. En strax eftir næstu þingkosningar í Noregi er tíðinda að vænta í þessu máli þar. Er líklegt, að Noregur sæki um aðild að ESB strax eftir kosningarnar. Margir telja,að Ísland verði þá að fylgja í kjölfarið,þar eð ef Noregur gangi úr EFTA og í ESB séu dagar EES-samningsins taldir. En auk þess muni samkeppnisstaða Íslands gagnvart Noregi þá versna á mörkuðum ESB. Miðað við stjórnarsáttmálann getur Ísland hins vegar ekkert gert í þessu máli fyrr en eftir 4 ár,þ.e. eftir næstu kosningar.
Fæst undanþága í sjávarútvegsmálum?
Stóra spurningin í þessu máli er hvort undanþága fæst hjá ESB í sjávarútvegsmálum.Noregur hefur áður gert aðildarsamning við ESB og fékk þá tímabundnar undanþágur í sjávarútvegsmálum. Samningur Noregs við ESB var af Íslendingum talinn lélegur í sjávarútvegsmálum. Ísland hefði ekki getað samþykkt slíkan samning. Ekki fæst svar við þessari spurningu fyrr en í aðildarviðræðum. Ýmsir telja,að Íslands ætti eins að geta fengið undanþágu í sjávarútvegsmálum eins og Svíar fengu undanþágu fyrir sinn norðlæga landbúnað.Ýmsar eyjar hafa einnig fengið undanþágur hjá ESB. Gallinn er aðeins sá,að íslenskur sjávarútvegur stendur vel og því er ekki unnt að nota þá röksemd gagnvart ESB,að sjávarútvegurinn hér þurfi stuðning.Við verðum því að finna aðrar röksemdir. Þetta er einnig spurning um vilja hjá ESB. Nú eru ýmsar nýjar þjóðir að gerast aðilar að ESB. Það er því að verða til nýtt og stækkað Evrópusamband. Ef til vill verður aðveldara fyrir Ísland að fá undanþágu hjá því.
Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur |