|
Lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega hækkaði of lítið föstudagur, 7. janúar 2011
| Í tengslum við gerð nýrra almennra kjarasamninga lýsti ríkisstjórnin því yfir, að hún mundi hækka lífeyri aldraðra og öryrkja hliðstætt kauphækkunum launþega.Hvernig stóð á því, að ríkisstjórnin gaf þessa yfirlýsingu? Jú, það var vegna þess, að Alþýðusamband Íslands gerði það að sinni kröfu, að lífeyrisþegar fengju hliðstæðar kjarabætur og samið yrði um fyrir launþega.En Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík fóru þess á leit við verkalýðshreyfinguna, að hún tæki kjarakröfur eldri borgara upp við ríkisstjórnina.ASÍ varð við þessu erindi og það náði fram að ganga í viðræðum við stjórnina.
Lágmarksframfærslutrygging hækki um 10,3%
Launþegar fengu kauphækkanir samkvæmt nýjum kjarasamningum 1.júní sl. Og að sjálfsögðu hefðu bótaþegar almannatrygginga átt að fá hækkanir sama dag. En af einhverjum ástæðum dróst það í hálfan mánuð, að lífeyrisþegar og aðrir bótaþegar fengju hækkanir.Hækkun var greidd út 15.júní sl. Velferðarráðuneytið ákvað, að lágmarksframfærslutrygging aldraðra og öryrkja skyldi hækka um 12 þús. krónur á mánuði 1.júní .Lágmarkstekjutrygging launþega hækkaði hins vegar um 17 þús. kr. þ.e. úr 165 þúsund í 182 þúsund krónur á mánuði í ár. Það er 10,3% hækkun. En hækkunin,sem velferðarráðuneytið ákvað fyrir lífeyrisþega er aðeins 6,5% hækkun! Ekki hefi ég séð neina skýringu á því hvers vegna hækkunin á lágmarksframfærslutryggingu lífeyrisþega er mikið minni en hækkunin á lágmarkstekjum launþega.Ég tel, að lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega hefði átt að hækka um 10,3% 1.júni eins og lágmarkskaup eða um 18950 krónur á mánuði.
Lífeyrisþegar eiga mikið inni
Aðrar bætur lífeyrisþega hækka um 8,1% frá 1.júní í ár.Ég geri ekki athugasemdir við þær hækkanir með hliðsjón af kjarasamningum.Auk þess eiga þeir lífeyrisþegar, sem fengu tryggingabætur frá mars þessa árs að fá 50 þúsund í eingreiðslu frá 1.júni vegna dráttar á gerð nýrra samninga og orlofsgreiðslur og desembergreiðslur eiga að hækka.Þrátt fyrir mínar athugsasemdir við hækkun á lægstu greiðslum til lífeyrisþega tel ég hér vera um gott skref að ræða.En á það ber að líta, að lífeyrisþegar hafa ekki fengið neinar hækkanir á lífeyri sínum síðan um áramótin 2008/2009 en þá fengu þeir lægst launuðu fullar verðlagsuppbætur en aðrir lífeyrisþegar fengu aðeins hálfa verðlagsuppbót. Frá ársbyrjun 2009 til ársloka 2010 fengu launþegar (láglaunafólk) 16% kauphækkun.Á þessu tímabili fengu lífeyrisþegar engar hækkanir.Þeir eiga þær inni, ásamt því sem dregið var af þeim um áramótin 2008/2009.
Lífeyrissjóður skerði ekki tryggingabætur
Það var lengi vel lögbundið, að lífeyrir aldraðra hækkaði samhliða hækkun lágmarkslauna. Síðan var ákveðið, að lífeyrir skyldi breytast reglulega með hliðsjón af breytingum á launum og verðlagi Ríkisstjórn Geirs H.Haarde fór ekki eftir þessu. Þegar samið var um 16% launahækkun fyrir launþega ( láglaunafólk) í febrúar 2008 fengu lífeyrisþegar þá þegar aðeins 7,4% hækkun.Og í stöðugleikasamningnum “ gleymdust “ lífeyrisþegar alveg. Ekki var minnst á hækkun til þeirra. Óvíst er hvað gerst hefði nú, ef ASÍ hefði ekki tekið kröfur aldraðra og öryrkja upp.En þetta er aðeins fyrsta skrefið. Það þarf að afnema skerðingar á tryggingabótum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og það þarf að hækka lífeyri aldraðra til samræmis við niðurstöðu neyslukönnunar Hagstofunnar. Samkvæmt henni þarf einstaklingur 290 þúsund á mánuði til neyslu ( skattar ekki meðtaldir).Það á að hækka lífeyri aldraðra upp í þessa fjárhæð í áföngum. Það lifir enginn sómasamlegu lífi af þeim lífeyri, sem aldraðir fá frá almannatryggingum í dag.
Björgvin Guðmundsson
Birt í Mbl. 1.júlí 2011
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|