Það hefur legið í loftinu um nokkurt skeið,að Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins ætlaði að víkja Sif Friðleifsdóttur úr ríkisstjórninni 15.september n.k.,þegar Framsókn missir einn ráðherra vegna samninga við Sjálfstæðisflokkinn.Í gær, 19.ágúst 2004, lét Halldór höggið ríða og tilkynnti ákvörðun sína á fundi þingflokks Framsóknar.Látið var líta út sem þetta væri ákvörðun þingflokksins en í rauninni var það formaður Framsóknar sem réði þessu.
Allir ráðherrar Framsóknar að Sif undanskilinni studdu ákvörðun formannsins,svo og formaður þingflokksins,Hjálmar Árnason og formaður fjárlaganefndar,Magnús Stefánsson.Allir þessir menn eiga allt sitt undir formanni flokksins komið.Kristinn H.Gunnarsson var ekki sáttur við þessa ákvörðun formannsins.Hann lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali eftir fundinn,að það væri of lítið að hafa aðeins eina konu í ráðherraliði Framsóknar. Líklegt má telja,að Jónína Bjartmars hafi einnig verið ósátt við ákvörðun formannsins. Og Sif sjálf lýsti því yfir í gær,að hún væri ósátt við afgreiðslu málsins. Það var viðurkennt,að ágreiningur hefði verið um ákvörðun formanns flokksins í þingflokknum.
Ólga í Framsókn
Mikil ólga er í Framsókn vegna máls þessa. 40 áhrifamiklar konur í Framsóknarflokknum birtu auglýsingu í Fréttablaðinu,þar sem þær skora á þingflokk Framsóknarflokksins að skerða ekki hlut kvenna í ráðherraliði Framsóknar.Forustumenn samtaka kvenna innan Framsóknar hafa lýst hinu sama yfir og sagt,að samkvæmt lögum Framsóknarflokksins ættu konur að hafa 40 % embætta flokksins.Þær voru undir því marki áður en Sif var vikið úr stjórninni og fara langt undir það mark. Fleiri áhrifamiklir aðilar innan Framsóknar hafa látið hið sama í ljós. En forusta Framsóknar hefur blásið á allar mótmælaraddir.Formaður flokksins hafði fyrir löngu ákveðið málið og því varð ekki breytt. Engin rök hafa verið flutt til stuðnings því,að Sif ætti fremur að víkja en einhver annar ráðherra.Ekki hefur verið unnt að rökstyðja það,að hún væri verri ráðherra eða hefði minni hæfileika en hinir ráðherrar Framsóknar. Geðþóttáakvörðun virðist hafa ráðið í máli þessu. Helst virðist sem það hafi ráðið,að þeir skyldu sitja sem væru þægir forustunni.
Björgvin Guðmundsson |